GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts in Dagurinn í dag

24.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Okkur lærist í GA prógraminu að ekkert veitir meiri ánægju og gleði heldur en vel unnið tólfta spor. Að sjá augu manneskju fyllast furðu þegar þau hverfa frá myrkinu yfir í ljósið, þegar þau sjá líf sitt fyllast tilgangi og fá merkingu, og umfram allt að sjá þau fá andlega uppvakningu þegar þau uppgötva ástsælan guð í lífi sínu. Þetta er innihald þess sem við fáum þegar við berum boðskap prógramsins áfram.

Er mér að lærast, í gegnum tólfta sporið, að þakklæti á að berast áfram, ekki aftur á bak?

Bæn dagsins
Megi tólfta spors vinna mín vera eins heilshugar. eins sannfærandi og eins uppbyggileg eins og tólfta spors vinna annarra hefur verið fyrir mig. Megi ég gera mér grein fyrir að máttur prógramsins og virkni þess felst í að “láta það ganga.” Þegar ég hjálpa öðrum að halda bindindi sitt þá er ég um leið að styrkja mitt eigið bindindi. Ég bið guð í auðmýkt um leiðsögn fyrir hvert tólfta spor.

Minnispunktur dagsins
Að láta það ganga.

23.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Við getum alltaf fundið eitthvað sem við getum glaðst yfir og verið þakklát fyrir, sama hversu mikið okkur finnst við skorta eitthvað eða hversu vandamálið virðist stórt. Guð þarf ekki á þakklæti að halda, það erum við sem þurfum að vera þakklát. Þakklæti opnar okkur nýjar dyr að góum hlutum í lífi okkar. Þakklæti endurnýjar hjartalag okkar og andlegt líf.

Er ég vakandi fyrir hversu lánsamur ég er og man ég eftir að vera þakklátur fyrir það?

Bæn dagsins
Megi guð fylla hug minn þakklæti. Þegar ég tjái þakklæti mitt til guðs eða annarrar manneskju, sama hversu hönduglega mér ferst það úr hendi, þá er ég ekki einvörðungu að tjá guði eða viðkomandi manneskju þakklæti mitt, heldur er ég um leið að gefa sjálfum mér mestu verðlaunin – þakklátt hjarta. Megi ég hvorugu gleyma “að þakka fyrir”, sem beinist að einhverjum örðum, né því “að vera þakklátur”, sem uppfyllir mínar eigin þarfir.

Minnispunktur dagsins
Að þakka fyrir og vera þakklátur.

22.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Megi augu mín opnasty æ betur eftir því sem fundum mínum hjá GA fjölgar. Vandamál mín eru smávægileg í samanburði við vanda annarra GA félaga, samt takast þeir á við vandann af hugrekki og sjálfstrausti. Aðrir eru í svipuðum aðstæðum og ég og takast á við sín vandamál af þolgæði. Með því að sækja fundi þá uppgötva ég margar ástæður til þess að vera þakklátur. Byrðar mínar eru byrjaðar að léttast.

Vænti ég auðveldra lausna við vandamálum mínum? Eða sækist ég eftir leiðsögn?

Bæn dagsins
Ég bið þess að ég muni fylgja GA prógraminu í gegnum lífið. Markmið þess eru mín markmið. GA félagarnir eru sannir vinir mínir. megi mér auðnast að rétta öðrum hjálparhönd og kenna þeim það sem ég hef lært. Megi bati minn og viðsnúningur lífs míns til hins betra verða öðrum hvatning, á sama hátt og ég fékk hvatningu frá öðrum.

Minnispunktur dagsins
Megi ég vera þakklátur.

21.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Get ég verið heilshugar þakklátur fyrir daginn í dag? Ef svarið er já, þá er ég að opna dyr að síauknum gæðum. En hvað ef ég get ekki verið þakklátur fyrir erfiðleikana sem ég hef upplifað – hina svokölluðuð erfiðu tíma? Hvað þá? Ég get byrjað þá því að vera þakklátur fyrir góðu stundirnar sem ég man eftir og allt það jákvæða. Þegar ég hef rifjað upp góðu stundirnar, þá get ég kannski horft til baka og séð erfiðleikana sem nauðsynlegan hluta af lífi mínu; kannski get ég séð blessun og lán sem mér var áður hulið.

Er ég þakklátur fyrir allt í lífiinu, bæði þegar vel gengur og þegar á brattann er að sækja?

Bæn dagsins
Megi ég vera þakklátur fyrir allt sem hefur gerst í mínu lífi, bæði gott og slæmt. Hið slæma hjálpar til við að skilgreina hið góða. Sorgin skerpir gleðina. Auðmýkt dregur fram andlega göfgi. Án veikinda kynnum við ekki að njóta góðrar heilsu. Án einmannaleika væri ástin, bæði mennsk og guðleg, ekki hin æðsta gjöf. Ég er guði þakklátur fyrir þær andstæður sem hafa gert mér kleift að kynnast guði betur.

Minnispunktur dagsins
Ég er þakklátur fyrir allt í lífinu.

20.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Anais Nin skrifaði; “Ef einstaklingur upplifir það að sjá einvörðungu risa, þá þýðir það að viðkomandi er enn að horfa á heiminn með barnsaugum.” Næstu 24 stundirnar ætla ég að neita mér um að íþyngja sjálfum mér með hugsunum um risa og skrímsli – með hugsunum um hluti úr fortíðinni. Ég ætla ekki að hafa áhyggjur af morgundeginum, fyrr en að hann verður dagurinn í dag. Þeim mun betur sem ég nýti daginn í dag, þeim mun líklegra er að morgundagurinn verði bjartur.

Hef ég rétt einhverjum hjálparhönd í dag?

Bæn dagsins
Guð gefi að ég þroskist. Megi risar og skrímsli ímyndunar minnar – þessar birtingarmyndir barnalegrar ímyndunar – hverfa fyrir fullt og allt. Megi ég hreinsa út drýslana og gera mér grein fyrir að þessar skálduðu ófreskjur eru afbökun ótta míns. Megi þeir hverfa ásamt ótta mínum, í birtu nýfundins æðruleysis.

Minnispunktur dagsins
Ég ætla að láta af barnalegum ótta.

19.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Eftir því sem við höldum áfram að velja – að taka þessar brýnu ákvarðanir – og stefnum þar með æ hærra, þeim mun skýrari verðu raunveruleikinn og fíknin og löngunin hverfur. Okkur lærist, eins og Plutarch orðaði það, að “Lífið verður ekki þægilegt og hamingjusamt vegna utanaðkomandi hluta. Einstaklingurinn dregur fram hjá sjálfum sér, eins og úr uppsprettu, ánægju og gleði.”

Er ég að byrja að læra að ferðast á “fyrsta farrými” innra með sjálfum mér?

Bæn dagsins
Náð guðs hefur kennt mér að verða hamingjusamur á ný. Megi viska guðs kenna mér að uppspretta þeirrar hamingju er innra með sjálfum mér, í nýjum gildum, nýfundinni virðingu fyrir sjálfum mér, með nýjum og opnum tjáskiputm við minn æðri mátt.

Minnispunktur dagsins
Hamingja kemur að innan.

18.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
GA felagar vita hversu vonlaust það er að ætla sér að hætta fjárhættu spili með því að beita viljstyrk. Við vitum líka að það þarf mikinn fúsleika til þess að tileinka sér 12 sporin, til þess að geta farið að lifa og hugsa eðlilega á ný. Það er sama hversu langt við vorum leidd í spilafíkninni, það er alltaf jafnmikill léttir þegar við uppgötum að við eigum val. Við getum til dæmis; viðurkennt að við höfum misst stjórn á lífi okkar; að æðri máttur sé okkur nauðsynlegur, jafnvel þó hann sé skilgreindur sem deildin okkar.

Hef ég valið að reyna að eignast líf sem markast af auðmýkt og heiðarleika, af óeigingjörnu starfi fyrir félgana og guð, eins og ég skilgreini hann?

Bæn dagsins
Guð hjálpi mér að sjá muninn á “viljastyrk” (sem hefur áður brugðist mér) og “fúsleika” til þess að leita mér hjálpar við spilafín, í gegnum guð og aðra sem eru einnig í bata. Megi ég gera mér grein fyrir að ég á valmöguleika alveg eins og þjáningarbræður mínir eiga val. Megi ég velja þess háttar líf sem guð vill að ég lifi.

Minnispunktur dagsins
Fúsleiki, frekar en viljastyrkur, er lykillinn að bata.

17.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Í GA prógraminu lærist mér að vera á varðbergi gagnvart óþolinmæði, sjálfsvorkun og gremju yfir hegðun og orðum annarra. Þó svo að ég megi aldrei gleyma því hvernig lífið var, þá má ég ekki leyfa mér að velta mér upp úr því liðna, einvörðungu til þess að upplífa sjúklega sjálfsvorkun. Ég veit að mér fer smám saman fram, dag eftir dag, nú þegar ég er farinn að þekkja hættumerkin.

Nota ég æðruleysisbænina, þegar kreppa eða vandmál koma upp?

Bæn dagsins
Ég bið að mega sjá fortíðina í réttu samhengi. Megi ég forðast að “toppa” frásagnir annarra GA félaga með uppblásnum sögum úr minni fortíð. Megi ég forðast að nota fortíðina til þess að skrásetja sjálfsvorkun mína eða til þess að drekkja sjálfum mér í sektarkennd. Megi minningar mínar úr fortíðinni nýtast mér sem varðmenn, sem vernda mig fyrir óheilbrigðum hugsunum eða hættulegum aðstæðum.

Minnispunktur dagsins
Ég get ekki breytt fortíðinni.

16.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Eitt máltæki segir; “hugurinn getur vegið raunveruleikann.” Þegar ég horfi tilbaka til geðveikinnar sem ríkti þegar ég var að spila, þá átta ég mig á merkingu þessa máltækis. Ein af mikilvægu aukaverkunum prógramsins er aukin skynjun á heiminum í kringum mig, sem gerir mér kleyft að sjá og njóta raunveruleikans. Þetta hjálpar mér við að forðast að gera of mikið úr þeim vandamálum sem ég tekst á við, nokkuð sem mér hætti til að gera og valda sjálfum mér þar með hugarangri.

Er ég að öðlast þá skynjun á raunveruleikann, sem er grundvallaratriði til þess að öðlast hugarró?

Bæn dagsins
Megi ég endurlífgast við að upplífa á ný raunveruleikann og fyllast eftirvæntingu við að skynja þær dásemdir og þau tækifæri sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég er farinn að sjá hluti og andlit taka á sig mynd og liti verða sterkari, eftir því sem ég losna undan því kæruleysis hugarfari sem einkenndi mig. Megi ég njóta þessarar nýfundnu birtu.

Minnispunktur dagsins
Skynjum raunveruleikann.

15.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Þeir eru fáir virku spilafíklarnir sem eru sér meðvitaðir um hversu órökrænir þeir eru, eða sem gera sér grein fyrir því og geta horfst í augu við það. Í einni orðabók er andlegt heilbrigði skilgreint sem “heilsteyptur hugur.” Enginn virkur spilafíkill, sem greinir eyðileggjandi hegðan sína á rökrænana hátt, getur með sanni sagst hafa heilsteyptan hug.

Er ég farinn að trúa því, eins og annað sporið mælir með, að máttur, sem er mér æðri, geti komið mér til að hugsa og lifa eðlilega á ný?

Bæn dagsins
Megi ég gera mér grein fyrir að hegðun mín sem virks spilafíkils var hæglega hægt að lýsa sem “afbrigðilegri” og “vitskertri.” Það er nánast útilokað fyrir virkan spilafíkil að viðurkenna að hegðun hans sé “vitskert.” Ég bið að mér megi halda áfram að hrylla við vitskertri og andlausri hegðun minni þegar ég var virkur. Megi aðrir eins og ég gera sér grein fyrir fíkn sinni og finna hjálp í GA og öðlast trú á að æðri máttur geti komið þeim til þess að hugsa og lifa eðliega á ný.

Minnispunktur dagsins
Hann lagfærði anda minn.