Android app fyrir GA

GA á Íslandi hefur útbúið Android app, þar sem helstu upplýsingar um GA, GA fundi, orð dagsins og fleira er að finna.
Appið finnst með því að leita að gaiceland á Googel Play.


GA fjarfundir

GA fjarfundir eru haldnir í Zoom fjarfundakerfi og þurfa gestir því að vera búnir að hlaða niður tilheyrandi hugbúnaði á tölvu eða síma.
Hugbúnaðinn er hægt að sækja t.d. hér: https://zoom.us/download
Sunnudagsdeild
Kl.21:00
Hérna er beinn linkur á fundinn.

Athugið að þið getið slökkt á hljóðnema og myndavél með tökkunum sem eru neðst í horninu vinstra megin á Zoom glugganum.
Það er æskilegt að þið slökkvið á hljóðnemanum á meðan aðrir fundargestir eru að tjá sig.

Ertu á leið til útlanda og vilt fara á GA fund?
Á vef Gamblers Anonymous International Service Office er listi yfir GA fundi í hinum ýmsu löndum, allt frá Argentínu til Venezuela.

Sjá nánar; Fundir í útlöndum


GA eru samtök kvenna og karla sem deila með sér reynslu, styrk og von um að geta leyst sameiginlegt vandamál sitt og hjálpa öðrum að ná bata á spilafíkn.

Eina skilyrðið fyrir aðild, er löngunin til að hætta fjárhættuspili. Það eru engin félagsgjöld í GA samtökunum, við stöndum á eigin fótum með frjálsum framlögum okkar. GA er ekki í tengslum við neina reglu, sértrúaflokk, stjórnmál, samtök eða stofnun, óskar ekki eftir að taka þátt í neinum ágreiningi, hvorki styður né stendur með neinum málstað. Eini tilgangur okkar er að hætta fjárhættuspili og hjálpa öðrum spilafíklum til þess sama.