20 Spurningar…

Gamblers Anonymous hafa sett saman lista með tuttugu spurningum sem við getum lagt fyrir okkur ef við höfum áhyggjur af fjárhættuspili. Venjulega svara þeir sem eru spilasjúkir að minnsta kosti sjö spurningum játandi.

1. Hefurðu misst tíma úr vinnu vegna fjárhættuspils?
2. Veldur fjárhættuspil þitt óánægju á heimili þínu?
3. Telur þú að fjárhættuspil hafi áhrif á það álit sem aðrir hafa á þér?
4. Hefur þú haft samviskubit eftir að þú stundaðir fjárhættuspil?
5. Hefurðu einhvern tíma stundað fjárhættuspil til að ná í fé til að borga skuldir eða leysa aðra fjárhagsörðuleika?
6. Hefur fjárhættuspil dregið úr metnaði þínum eða dugnaði?
7. Hefur þér fundist eftir tap að þú yrðir að leggja undir eins fljótt og hægt er til að vinna upp tapið?
8. Þegar þú hefur unnið, hefurðu þá fundið sterka kvöt til að halda áfram og vinna meira?
9. Hefurðu oft lagt undir þar til síðasta krónan er farin?
10. Hefurðu einhvern tíma tekið lán til að fjármagna fjárhættuspil?
11. Hefurðu einhvern tíma selt eitthvað til að fjármagna fjárhættuspil?
12. Varstu tregur til að nota “spilapeninga” til venjulegra útgjalda?
13. Hefur fjárhættuspil gert þig kærulausan um velferð þína eða fjölskyldunnar?
14. Hefurðu einhvern tíma stundað fjárhættuspil lengur en þú ættlaðir þér?
15. Hefurðu einhvern tíma stundað fjárhættuspil til að flýja áhyggjur eða vandræði?
16. Hefurðu einhvern tíma gert eða hugsað um að gera eitthvað ólöglegt til að fjármagna fjárhættuspil?
17. Hefur fjárhættuspil valdið því að þú ættir bágt með svefn?
18. Verða deilur, vonbrigði eða mótlæti til þess að þú finnir hjá þér hvöt til að stunda fjárhættuspil?
19. Hefurðu fundið hjá þér hvöt til að halda upp á velgengni með nokkrum klukkutímum við fjárhættuspil?
20. Hefurðu einhvern tíma íhugað sjálfsvíg vegna fjárhættuspils?