Hugleiðing dagsins
Ég var sérfræðingur í óraunhæfri sjálfsvirðingu. Þegar svo bar undir sá ég bara góðu stundirnar í lífi mínu. Ég magnaði upp í huga mér hverja dyggð, hvort sem hún var raunveruleg eða ímynduð. Þessu næst klappaði ég sjálfum mér á bakið fyrir það hversu frábærlega mér gekk í Prógraminu. Þetta varð auðvitað til þess að ég vildi enn meiri “árangur” og enn meiri viðurkenningu. En var þetta ekki einmitt sú hegðun sem einkenndi mig þegar ég var enn virkur?

Nota ég stundum andleg markmið til þess að réttlæta kjánalega hegðun og þrjósku?

Bæn dagsins
Guð – hjálpaðu mér til þess að koma auga á hvort ég sé enn háður viðurkenningu og athygli. Svo háður að ég hneigist til þess að magna upp dyggðir mínar og afrek, hvort sem það er í Prógraminu eða á öðrum vettvangi. Megi mér auðnast að sjá mínar góðu hliðar eins og þær eru í raunveruleikanum, jafnvel þótt sjálsvirðing mín vaxi.

Minnispunktur dagsins
Læra að hafa hemil á sjálfbirgingshætti.