Hugleiðing dagsins
Spilafíkn mín var í raun eins og þjófur, á fleiri vegu en ég get talið upp. Spilafíknin rændi mig ekki bara fjármunum, eignum og öðrum veraldlegum hlutum, heldur ekki síður sæmd og sjálfsvirðingu. Og á sama tíma þjáðust mínir nánustu við hlið mér. Spilafíknin hafði einnig af mér getuna til þess að koma vel fram við sjálfan mig, á þann hátt sem guð myndi koma fram við mig. Í dag er þessu þveröfugt farið, ég er fær um að elska sjálfan mig – upp að því marki að ég ber meiri kærleika til sjálfs mín en ég þarf á að halda. Svo ég gef þann kærleika áfram til annarra í GA prógraminu, alveg eins og þau hafa gefið mér sinn kærleik.

Er ég þakklátur guði fyrir að hafa komið mér í prógram þar sem kærleikur hjálpar fólki að ná bata?

Bæn dagsins
Þökk sé guði fyrir líf sem er þess eðlis að það skapar svo mikinn kærleika og umhyggju að við í GA prógraminu komumst ekki hjá því að læra að elska okkur sjálf. Þegar ég finn að einhverjum er annt um mig þá er líklegra að ég sannfærist um að ég sé nú, þrátt fyrir allt, kærleiksins verður. Megi ég ætíð vera meðvitaður um þann kærleik sem ég er fær um að gefa – og gefa hann.

Minnispunktur dagsins
Að einhverjum skuli þykja annt um mig gerir það að verkum að mér finnst ég vera þess virði.