Hugleiðing dagsins
Þegar ég var nýkominn í GA þá var mér sagt að til þess að losna úr heljartökum spilafíknar þá yrði ég að viðurkenna vanmátt minn gagnvart fjárhættuspilum, það yrði fyrsta skrefið í átt að frelsi. Og ég fann fljótt sannleikann í þessum ráðleggingum. Í raun er uppgjöfin algjört grundvallaratriði. En fyrir mig var uppgjöfin bara lítið upphafsskref í átt að því að öðlast auðmýkt. Ég hef lært, af veru minni í GA, að það tekur langan tíma að verða viljugur að vinna í auðmýktinni – þegar auðmýktin ein er takmarkið.

Geri ég mér grein fyrir því að ég breyti ekki heilli ævi af sjálfhverfu á augabragði?

Bæn dagsins
Megi ég reyna að temja mér auðmýkt sem eiginleika sem ég þarf á að halda til þess að komast af, ekki bara til þess að viðurkenna vanmátt minn gagnvart fjárhættuspilum. Fyrsta Sporið er einmitt bara það – fyrsta skrefið í áttina að því að temja mér auðmýkt. Megi ég vera nægilega raunsær til þess að átta mig á að það getur tekið mig hálfa ævina.

Minnispunktur dagsins
Stoltið klúðraði því; gefum auðmýktinni tækifæri.