Hugleiðing dagsins
Ég er hættur að þrátta við þá sem trúa því að tilgangur lífsins felist í því að uppfylla eðlislægar þrár okkar. Það er ekki okkar hlutverk í GA, að gagnrýna efnishyggju. Ef við stöldrum við og skoðum aðeins fortíðina, þá er varla til sá hópur fólks, sem klúðraði því eins illa og við spilafíklarnir að “lifa hinu ljúfa lífi.” Við vildum alltaf meira en okkur bar – á öllum sviðum. Og meira að segja þegar við virtumst vera á sigurbraut, þá fóðraði það bara áráttu okkar og lét okkur dreyma um enn stærri vinninga. Áráttan var aldrei fullnægð.

Er mér að lærast að efnislegur ávinningur er bara aukaafurð, en ekki aðal markmið lífs míns? Er ég að öðlast það viðhorf sem felst í því að setja persónulegan og andlegan þroska í fyrsta sætið?

Bæn dagsins
Megi ég átta mig á, ef ég skoða sögu mína, að ég höndlaði aldrei ofgnótt. Ég vildi alltaf meira af hverju því sem ég hafði – ást, vinningum, peningum, eignum, hlutum. Megi GA prógramið kenna mér að ég verð að einblína á andlega ávinninginn, ekki þann veraldlega.

Minnispunktur dagsins
Það er í fínu lagi að vera gráðugur á andlega sviðinu.