Aðstandendur…

Gam-anon fundur er á mánudögum kl. 19:30 – Hvíta húsið, Kópavogsbraut 17.

Aðstandendur spilafíkla eru velkomnir á föstudagsfund GA samtakanna. Föstudagsfundurinn er opinn fundur.

Gam – Anon eru sjálfbær samtök eiginkvenna, eiginmanna, ættingja og náinna vina spilafíkla. Gam – Anon samtökin eru ekki í skipulagstengslum við Gamblers Anonymous en þessi samtök vinna náið saman að sameiginlegum markmiðum.
Gam – Anon samtökin urðu til í New York árið 1960 þegar fjórar eiginkonur spilafíkla komu saman til að ræða sameiginlegt vandamál sitt. Fulltrúa frá Al – Anon samtökunum var boðið á fundinn til að ræða hvernig sá hópur tekur á því að búa með alkahólista og niðurstaðan var að sömu meginreglum mætti beita við það að búa með spilafíkli. Árið 1961 voru margir Gam – Anon hópar stofnaðir í Lor Angeles og síðan hafa samtökin vaxið stöðugt um allan heim.

Meirihluti Gam – Anon félaga eru eiginkonur spilafíkla því flestir félagar í GA – samtökunum eru karlmenn. Algengt er að Gam – Anon fundir séu haldnir samtímis GA – fundum, í sama húsi en annarri stofu. Eina skilirðið til að verða félagi í Gam – Anon er að eiga maka, ættingja eða vin sem er spilafíkill eða hafa á annan hátt orðið fyrir barðinu á spilafíkninni.

Margir ganga í Gam – Anon þótt spilafíkilinn sem þeir þekkja sé ekki í GA – samtökunum. Þeir sem ganga í Gam – Anon gera það vegna þess að þeir gera sér grein fyrir að þeir þurfa líka hjálp. Þegar makin ættingin eða vinurinn fer að átta sig á spilafíkninni og sækja Gam – Anon fundi kann það að leiða til þess að spilafíkilinn fari að sækja GA – fundi. Gam – Anon félögum er þó bent á að því sé ekki að treysta og að tilgangurinn með því að sækja Gam – Anon fundi sé að þeir sjálfir finni nýja leið til að lifa lífinu.