GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts in Dagurinn í dag

Hugleiðing dagsins
Þegar ég las Æðruleysisbænina í fyrsta skipti þá fannst mér orðið “æðruleysi” hljóma ómögulega. Á þeim tíma kallaði það orð fram í huga mér mynd af sinnuleysi, sleni, uppgjöf eða þvingaðri þrautsegju; ekkert sem væri eftirsóknarverð markmið. En síðan þá hef ég fengið að uppgötva að æðruleysi merkir allt annað en það sem ég hélt. Í dag merkir æðruleysi fyrir mig einfaldlega það að sjá heiminn með skýrum augum og á raunsannan hátt, með innri frið og styrk í farteskinu. Uppáhaldsskilgreiningin mín á æðruleysi er, “Æðruleysi er eins og snúðvísir (e.gyroscope) sem hjálpar okkur að halda jafnvægi sama hvaða umrót er í lífi okkar.”

Er það hugarástand sem er eftirsóknarvert?

Bæn dagsins
Megi ég taka eftir því að “æðruleysi” er á undan “kjarki” og “viti” í Æðruleysisbæninni. Megi ég trúa því að það sama eigi við um mitt líf, “æðruleysi” verður að vera í fyrsta sæti. Ég verð að hafa jafnvægið, raunsönnu sýnina og sáttina, sem eru hluti hluti af þeirri blessun sem fylgir æðruleysi, áður en ég get hafist handa við að taka þær ákvarðanir sem koma skikkan á líf mitt.

Minnispunktur dagsins
Æðruleysið kemur fyrst.

6.október

No comments

Hugleiðing dagsins
Með tímanum, þegar við höfum sótt GA fundi í einhvern tíma, verðum við fær um að þekkja þá GA félaga sem virðast hafa ofgnótt af æðruleysi. Við drögumst að slíku fólki. Okkur til furðu þá kemur það fyrir að þeir sem virðast hvað þakklátastir fyrir blessun dagsins eru þeir sem eru að takast á við erfiðustu, samfelldu vandamálin heima fyrir eða í vinnunni. Samt hafa þeir hugrekki til þess að snúa sér frá slíkum vandamálum og leggja virka ástundun á lærdóm og að hjálpa öðrum í GA prógraminu. Hvernig hafa þeir öðlast slíkt æðruleysi? Það hlýtur að vera vegna þess að þeir treysta minna á sjálfan sig og eigin takmörkuðu ráð og leggja traust sitt á sinn æðri mátt.

Er ég að öðlast æðruleysi? Eru gjörðir mínar farnar að endurspegla mína innri trú?

Bæn dagsins
Megi ég aldrei hætta að fyllast lotningu yfir því æðruleysi sem ég verð vitni að hjá öðrum GA félögum – æðruleysi sem endurspeglar fyrirhafnarlausa uppgjöf þeirra gagnvart æðri mætti. Megi ég draga þann lærdóm af þeim að hugarró er möguleg jafnvel frammi fyrir erfiðum vandamálum. Megi ég og draga þann lærdóm að ég verð, endrum og sinnum, að snúa mér frá vandamálum mínum og nýta mér það guðs-gefna æðruleysi sem er til staðar innra með mér.

Minnispunktur dagsins
Æðruleysi er að sætta sig við fyrirætlan guðs.

5.október

No comments

Hugleiðing dagsins
Ég fann æðri mátt, sem ég kýs að kalla guð, fljótlega eftir að ég kom í GA samtökin. Ég trúi því að minn æðri máttur sé almáttugur; ef ég held mig í nálægð við hann og hegða mér samkvæmt vilja hans, þá uppfyllir hann ekki langanir mínar heldur þarfir. Ég hef smám saman horfið frá því að vera sjálfhverfur og farið að leiða hugann að því hvað ég geti gert til þess að hjálpa öðrum og hvað ég geti lagt af mörkum til lífsins.

Er ég, eftir því sem ég verð meðvitaðri um nærveru guðs, farinn að losna undan sjálfhverfum ótta mínum?

Bæn dagsins
Megi ég sjá að stærsta augljósa breytingin á sjálfum mér – jafnvel stærri en minn innri friður – er að ég hef látið allar varnir niður falla og stend berskjaldaður gagnvart umheiminum. Ég er aftur orðinn þátttakandi í lífinu, er á meðal fólks, hef áhuga á lífi annarra, örlög þeirra skipta mig máli. Megi ég finna gleði mína á ný hér í raunveruleikanum á meðal fólks, nú þegar ég hef sagt skilið við ótta minn og ranghugmyndir mínar varðandi sjálfan mig.

Minnispunktur dagsins
Hvers virði er lífið ef annarra nyti ekki við?

Hugleiðing dagsins
Við erum vanmáttug gagnvart fjárhættuspilum; sú viðurkenning kom okkur inn í GA samtökin, þar sem okkur lærðist í gegnum óskilyrta uppgjöf, að það felst sigur í því að gefast upp. Í 12. spors vinnu lærum við að við eruk ekki einungis vanmáttug gagnvart okkar eigin fíkn heldur líka gagnvart fíkn annarra. Við getum ekki, með viljann einan að vopni, haldið öðrum spilafíklum frá fjárhættuspilum, ekkert frekar en við getum hindrað sólina að setjast með viljastyrk. Við getum hlúð að líkamlegum eða tilfinningalegum þörfum annarrar manneskju; við getum deilt með viðkomandi, grátið með honum og tekið hann með okkur á fundi. Það sem við getum ekki er að teygja okkur inn í huga hans og ýtt á einhvern galdrahnapp sem fær hann eða hana til þess að stíga þetta mjög svo mikilvæga Fyrsta Spor.

Reyni ég stundum að leika Guð?

Bæn dagsins
Megi ég skilja þessa mjög svo mennsku þörf fyrir að stjórna, að ráða, að vera sá sem veit allt best – meira að segja í auðmýkjandi málefni eins og minni eign fíkn. megi ég sjá hversu auðvelt það er að verða Tólfta Spors stórlax. megi ég líka sjá að sama hversu kært mér er um eða fús til að hjálpa, þá get ég ekki haft stjórn á fíkn annarrar manneskju – ekkert frekar en að önnur manneskja getur haft stjórn á minni fíkn.

Minnispunktur dagsins
Ég get ekki stjórnað bata annarra.

3.október

No comments

Hugleiðing dagsins
GA hefur kennt mér að ég er algjörlega vanmáttugur gagnvart spilafíkn. Loksins hef ég viðurkennt vanmátt minn; útkoman er að líf mitt hefur tekið algjörum stakkaskiptum, til hins betra. Ég hef samt sem áður ákveðinn mátt, fenginn frá guði, til þess að breyta minu lífi. Mér hefur lærst að sátt þýðir ekki undirgefni gagnvart ónotalegri eða niðurlægjandi aðstöðu. Sáttin felst í því að viðurkenna þann raunveruleika sem ástandið felur í sér og ákveða síðan hvað, ef eitthvað, ég geti og vilji gera varðandi þetta tiltekna ástand.

Hef ég hætt að reyna að stjórna því sem er óstýranlegt? Er ég að öðlast hugrekki til þess að breyta því sem ég get breytt?

Bæn dagsins
Ég bið minn æðri mátt um leiðbeiningar nú þegar ég er að læra að greina á milli þess sem ég get breytt og þess sem ég hef engin áhrif yfir, því þessi aðgreining krefst vissulega giðdómlegrar visku. Megi “sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt” ekki verða til þess að gefa mér afsökun til þess að gera ekki neitt. Megi “breyta því sem ég get breytt” ekki verða til þess að ég fari að reyna að stjórna lífi annarra. Megi ég byrja að skilja minn eigin raunveruleika.

Minnispunktur dagsins
Sátt er ekki sama og aðgerðarleysi. Breyting er ekki sama og stjórnsemi.

2.október

No comments

Hugleiðing dagsins
Heil lífsheimspeki felst í ensku orðunum “Live and Let Live.” Í þessari setningu felst að við erum í fyrstu hvött til þess að lifa lífinu til fulls, ríkulega og af hamingju – að upplifa örlög okkar með þeirri gleði sem hlýst af því að gera vel hvað svo sem við tökum okkur fyrir hendur. Síðan kemur erfiðari þraut; Let Live. Í því felst að sætta sig við að aðrir hafi rétt til þess að lifa sínu lífi eins og þeir kjósa, án gagnrýni eða fordóma af okkar hálfu. Þessi heimspeki útilokar fyrirlitningu af okkar hálfu gagnvart þeim sem hugsa ekki eins og við. Í henni felst einnig viðvörun gagnvart gremju og minnir okkur á að túlka ekki gjörðir annarra sem persónulega áraás.

Er ég byrjaður að losna undan þeirri freistni að pæla í því hvað annað fólk gerir og segir ?

Bæn dagsins
Megi ég lifa lífinu til fulls, gerandi mér grein fyrir því að það að sökkva sér niður í leit að ánægju er ekki trygging fyrir ánægju og að góðmennska guðs er til skiptanna. Megi ég eiga hlutdeild í henni. Megi mér lærast að taka ekki ábyrgð á gjörðum annarra; slíkt væri stjórnsemi, að reyna að vera stjórnandi í lífi annarra.

Minnispunktur dagsins
Live and Let Live

Hugleiðing dagsins
Við getum verið umvafin fólki en samt verið einmanna. Við getum verið ein og út af fyrir okkur en samt verið glöð og ánægð. Í hverju liggur munurinn? Við finnum til einsemdar ef við búumst við einhverju af öðru fólki, sem það getur ekki veitt okkur. Enginn annar getur veitt okkur hugarró, viðurkenningu og friðsæld. Og þegar við upplifum það að vera einsömul , þá þurfum við ekki að finna til einsemdar. Guð er með okkur; nærvera hans er eins og hlýtt teppi sem umlykur okkur. Því meira sem við skynjum okkur sem elskuð af guði, þeim mun sáttari og öruggari erum við – hvort sem við erum ein eða innan um annað fólk.

Skynja ég guð á öllum stundum og á öllum stöðum?

Bæn dagsins
Megi mér skiljast að við eigum hvert og eitt okkar eigin tegund einmannaleika – hvort sem við erum ung og vinalaus, gömul í biðsal dauðans, svipt, skilin eftir, á flótta eða bara einfaldlega undanskilin í hóp. Megi einmannaleiki minn hverfa smátt og smátt í ljósi þeirrar staðreyndar að einmannaleiki er algeng tilfinning, sem allir finna fyrir og þekkja af eigin raun – þó svo að líf sumra virðist eyðilegra en annarra. Megi ég – og allir sem finna til einmannaleika – finna fyrir huggun í félagsskap guðs.

Minnispunktur dagsins
Einmannaleiki deildur er einmannaleiki minnkaður.

Hugleiðing dagsins
Óháð því hvað annað fók gerir eða gerir ekki, við verðum að halda bindindi okkar frá fjárhættuspilum. Þegar bati okkar fer að verða háður gjörðum eða aðgerðarleysi annarrar manneskju – sérstaklega ef við erum tengd þeirri manneskju tilfinningaböndum – þá verður niðurstaðan óhjákvæmilega hörmuleg. Við verðum einnig að muna að mikil óbeit á annarri manneskju er alveg jafn mikil tilfinningaleg þátttaka og nýfundin rómantísk ást. Eða með öðrum orðum – við verðum að fara okkur hægt í öllu sem kallar á tvísýna tilfinningalega aðild á fyrstu mánuðum batans, og verðum að reyna að sætta okkur við að tilfinningar okkar geta breyst skyndilega og stórbrotinn hátt. Einkunnarorð okkar verða að vera, “Byrjum á byrjuninni,” og einbeita okkur að aðal vandamálinu, að ná bata frá fjárhættuspilum áður en við gerum nokkuð annað.

Er ég að byggja traustan grunn og forðast um leið aðstæður sem gætu verið mér tilfinningalega hættulegar?

Bæn dagsins
Megi ég aldrei gleyma því að heilbrigt samband við annað fólk er nauðsynlegt fyrir bata minn og líka því að það að skipta út þráhyggju fyrir annaðhvort ást eða hatur er jafn hættulegt fyrir velferð mína og hver önnur fíkn.

Minnispunktur dagsins
Að vera háður er að vera háður er að vera háður.

Hugleiðing dagsins
Á fyrstu vikum eða mánuðum okkar í GA gerist það stundum að óstöðugt tilfinningalegt ástand okkar hefur áhrif á tilfinningar okkar gagnvart gömlum vinum og fjölskyldu. Fyrir mörg okkar þá lagast þessi sambönd á fyrstu stigum batans. Hjá öðrum virðist renna upp tími “viðkvæmni”; nú þegar við erum hætt að stunda fjárhættuspil, þá verðum við að greiða úr tilfinningum okkar gagnvart maka, börnum, ættingjum, vinnuveitendum, samstarfsfólki og jafnvel nágrönnum. Reynsla okkar í GA prógraminu hefur kennt okkur að að við ættum að forðast að taka mikilvægar ákvarðanir á fyrstu stigum batans – sérstaklega tilfinningaþrungnar ákvarðanir varðandi fólk.

Er ég að verða betur í stakk búinn að tengja á þroskaðann hátt við annað fólk?

Bæn dagsins
Megi guð hjálpa mér í gegnum erfiðleikana, ringulreiðina við að koma skikkan á tilfinningar mínar varðandi sambönd og endurhugsa þau. Þetta stig batans þar sem ég reyni að púsla öllu saman upp á nýtt. Megi ég ekki rjúka til og byggja upp ný sambönd eða nýjar aðstæður, sem krefjast tilfinningalegrar skuldbindingar af minni hálfu – alveg strax.

Minnispunktur dagsins
Engin flækjukennd sambönd til að byrja með.

Hugleiðing dagsins
Nú, þegar við erum frjáls undan knýjandi þörfinni á að stunda fjárhættuspil, og erum farin að lifa einn dag í einu, þá getum við byrjað að hætta að gera óraunhæfar kröfur til þeirra sem við elskum. Við getum sýnt góðmennsku í stað þess að gera það ekki; við getum tekið okkur tíma til og átt frumkvæði að því að vera hugulsöm, tillitssöm og að sýna samúð. Jafnvel gagnvart fólki sem okkur mislíkar við, þá getum við reynt að vera kurteis, og á stundum jafnvel tekið á okkur krók til þess að reyna að skilja viðkomandi og hjálpa.

Mun ég í dag, reyna að skilja í stað þess að vera skilinn, verandi kurteis og fullur virðingar gagnvart þeim sem ég á samskipti við?

Bæn dagsins
Megi ég aldrei gleyma hinum svampkennda gamla-mér, sem sogaði til sín hvern dropa af ástúð og athygli sem fjölskylda og vinir gátu gefið mér, uns þau voru þurrausin. megi ég læra að vera gefnadi í stað þess að vera stöðugt sá sem tekur. Megi ég æfa mig í að sýna áhuga, vinsemd, umhyggju og samúð uns það verður mér eðlilegt að vera næmur á annað fólk.

Minnispunktur dagsins
Að gefa er partur af því að vera.