GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts in Dagurinn í dag

Hugleiðing dagsins
Sem virkur spilafíkill var ég allt of kunnugur þunglyndi, þeirri uppsöfnun myrkra tilfinninga sem virtist hvolfast yfir mig með reglulegu millibili. Jafnvel nú, þegar mér finnst ég ekki ná þeim framförum sem ég býst við, þegar ég býst við kúyvendingu í andlegri líðan á örskotsstundu, þá getur þessi gamli djöfull komið þegar síst skyldi – ef ég geri honum það kleift.

Geri ég mér grein fyrir að væntingar mínar um fullkomnun eru í réttu samhengi við það þunglyndi sem ég finn fyrir? Viðurkenni ég að í dag, þegar ég er í bat, þá er þunglyndi síður til þess að draga úr mér þrótt og að ég get gert eitthvað í því?

Bæn dagsins
Þegar þunglyndi virðist vera við það að draga úr mér allan þrótt, megi ég þá setja mér skynsamleg, smá markmið – jafnvel svo lítil sem bara að segja góðan dag við barn, þvo upp minn eiginn kaffibolla, taka til á skrifborðinu, biðja stuttrara bænar. Megi ég losa mig við handritið að uppgjöf sem ætíð kom mér í djúpt þunglyndi.

Minnispunktur dagsins
Of háleit markmið koma mér í koll.

Hugleiðing dagsins
Oft hefur verið sagt við okkur að spilafíklar séu haldnir fullkomnunaráráttu, óþolinmóðir gagnvart hverjum annmarka – sérstaklega okkar eigin. Við eigum það til að setja okkur markmið sem er ómögulegt að ná en við rembumst samt eins og rjúpan við staurinn að ná þeim. Þegar við svo stöndum ekki undir þessum háleitu markmiðum – sem engin manneskja í raun getur staðið undir – þá finnst okkur við hafa mistekist. Vonbrigði og þunglyndi sækir að okkur og í vonskukasti refsum við sjálfum okkur fyrir að vera ekki ofurmenni. Og næst þegar við setjum okkur markmið, í stað þess að hafa markmiðin raunsærri, þá setjum við okkur jafnvel enn óraunhæfari markmið. Og okkur mistekst enn hrapalegar og refsum okkur enn harðar.

Er ekki kominn tími til þess að ég hætti að setja sjálfum mér og fólkinu í kringum mig óraunhæf markmið?

Bæn dagsins
Megi guð mýkja mína eigin ímynd af sjálfum mér sem ofurmanneskju. Megi ég sætta mig við minna en fullkomnun frá sjálfum mér, sem og frá öðrum. Því einungis guð er fullkominn og ég er takmarkaður – af því að ég er mennskur.

Minnispunktur dagsins
Ég er ekki guð; ég er mennskur.

Hugleiðing dagsins
Þó svo að ég hafi stundum beðið til guðs hér áður fyrr, þá var það ekki fyrr en ég hafði verið í GA í nokkra mánuði að ég áttaði mig á því að bænir mínar voru á röngum forsendum. Eg hafði átt í samningaviðræðum við guð og beðið hann um að uppfyllia óskir mínar í stað þess að segja “verði þinn vilji.” Niðurstaðan varð auðvitað sú að ég var áfram fullur af sjálfsblekkingum og var þar af leiðandi +ofær um að meðtaka þá náð sem myndi hjálpa mér á braut til heilbrigðara lífs.

Sé ég nú, að hér áður fyrr var ég vanur, þegar ég bað til guðs, að biðja hann um að láta 2 plús 2 vera eitthvað annað er 4?

Bæn dagsins
Megi ég líta til baka og gera mér grein fyrir því að ég var vanur að biðja til guðs um lausnir sem ég taldi vera bestar, út frá mínum sjónarhóli. Megi ég efast, þegar ég horfi til lengri tima, um það hvort þessar lausnir/óskir hefðu verið réttar, hefði guð kosið að uppfylla þær. Nú, þegar ég lít til baka, megi ég þá gera mér grein fyrir því að óskir mínar voru ekki ýkja vel grundaðar né heldur skynsamlegar. Megi ég vera sáttur við að treysta guði.

Minnispunktur dagsins
Verið getur að guð láti ekki hlutina gerast eftir mínu höfði.

Hugleiðing dagsins
Stundum, þegar vinir innan og utan GA segja okkur hve vel okkur gangi, þá vitum við innst inni að í raun og veru þá gengur okkur ekki alveg nógu vel. Við eigum enn í vandræðum með að höndla lífið og að takast á við raunveruleikann. Á slíkum stundum grunar okkur að það hljóti að vera galli á ástundun okkar á andlegu hliðinni. Líkur eru á að vandræði okkar stafi annað hvort af misskilningi eða vanrækslu á Ellefta Sporinu – bæn, hugleiðsla og leiðsögn Æðri Máttar. Hin Sporin geta haldið flestum okkar spilalausum og virkum. En Ellefta Sporið getur stuðlað að andlegum vexti – svo lengi sem við leggjum okkur fram og ástundum það.

Treysti ég takmarkalausum guði frekar en takmörkuðum sjálfum mér?

Bæn dagsins
Ég bið þess að andleg meðvitund mín dýpki, að ég öðlist sterkari trú á hinu Óséða, fyrir nánari samskiptum við minn Æðri Mátt. Megi ég átta mig á að vöxtur minn í GA prógraminu hangir saman við andlegan þroska. Megi ég fela meira af trausti mínu í hendur óendanlegrar visku guðs.

Minnispunktur dagsins
Ég mun ekki gefast upp né heldur láta mér fallast hendur. Ég mun gefast undir visku guðs.

Hugleiðing dagsins
Þegar ég vakna þá ætla ég að hugsa í ró um næstu 24 stundir. Ég ætla að biðja guð að stýra hugsunum mínum og biðja sérstaklega um það að verða laus við sjálfsvorkun og óheiðarleika. Ef ég þarf að velja á milli hugsanlegra leiða þá ætla ég að biðja guð um innblástur, um hugusn gædda innsæi eða ákvörðun. Að því loknu ætla ég að slaka á, vitandi að allt mun fara vel.

Get ég trúað því að með því að gefa upp “rétt” minn til væntinga, þá mun ég kynnast frelsi?

Bæn dagsins
Ég lofa guð fyrir það að geta lofað guð, að geta valið hvenær ég leita til hans, að geta fundið mín eigin orð þegar ég tala til hans, að ávarpa hann á þann hátt sem mér finnst vera tilhlýðilegur. Megi ég um leið gera mér grein fyrir því að Hann verður að vera laus undan mínum væntingum, að Hann hafi þau áhrif á líf mitt sem Hann telur nauðsynleg.

Minnispunktur dagsins
Hver er ég að segja guði fyrir verkum?

Hugleiðing dagsins
Í Rauðu bók GA samtakanna stendur – þegar Ellefta Sporið er útskýrt “Meðvitað samband virðist eiga upptök sín í bæn. Hvað er bæn? Fyrir suma er það spjall, á persónulegum nótum, við þeirra Æðri Mátt. Í raun getur hvert og eitt okkar hagað sínum bænum hvert á sinn hátt.” Ef þú átt erfitt með að biðja eða veist ekki hvernig þú átt að bera þig að þá getur þú alltaf “feikað það þar til þú meikar það.” “Með tímanum mun bænin verða þér fullkomlega eðlileg og þú munt finna hversu mikið hún færir þér…. Bænin eykur getuna til þess að ráða fram úr því sem þú ert að takast á við.”

Hef ég samþykkt bæn og hugleiðslu sem hluta af mínu lífi?

Bæn dagsins
Ég lofa minn Æðri Mátt fyrir það frelsi sem hann hefur gefið mér til þess að finna minn skilning á Guði. Megi líf mitt verða Guðs, hvort sem ég sé hann sem Föður, hvers hendi og anda ég geti snert með því að teygja mig eftir því, eða sem alheims Anda sem ég get sameinast þegar hörð ytri skel “sjálfs” míns byrjar að molna, eða sem kjarna Guðdóms og fullkominnar góðmennsku sem býr í brjósti mér. Megi ég þekkja Hann vel, hvort sem ég finn hann innra með mér, ytra með mér eða í öllum hlutum alls staðar.

Minnispunktur dagsins
Ég þakka Guði, eins og ég skil Hann, fyrir skilning minn á Honum.

Hugleiðing dagsins
Það kemur fyrir að ég tel mig vita hver vilji guðs sé þegar um annað fók er að ræða. Ég segi við sjálfan mig, “Þessi manneskja þarfnast lækningar,” eða “Það þarf að forða þessum frá þeirri misnotkun sem hann verður fyrir,” og ég fer að biðja fyrir því að svo megi verða. Hjarta mitt er á réttum stað þegar ég bið á þennan hátt, en þessar bænir byggja á þeirri ályktun að ég viti hver vilji guðs sé varðandi þá manneskju sem ég er að biðja fyrir. GA prógramið kennir mér aftur á móti að ég ætti að biðja þess að guðs vilji – hver svo sem hann er – verði, fyrir aðra sem og fyrir mig.

Ætla ég að muna að guð er reiðubúinn að vingast við mig, upp að því marki sem ég treysti honum?

Bæn dagsins
Ég lofa guð fyrir tækifærið til þess að hjálpa öðrum. Ég þakk líka guði fyrir að gera mig viljugan til þess að hjálpa öðrum, fyrir að draga mig úr turni sjálfselskunnar svo ég geti hitt og deilt með og annast annað fólk. Kenndu mér að biðja þess að “Verði þinn vilji” í anda þesskærleika sem guð fyllir mig af.

Minnispunktur dagsins
Ég mun treysta vilja guðs.

Hugleiðing dagsins
Ég ætla að byrja daginn í dag með bæn – bæn í hjarta, bæn í huga og orð bænarinnar á vörum mínum. Fyrir tilstuðlan bænarinnar mun ég vera stilltur inn á guð í dag, teygjandi mig fram á við til þess að verða það sem stefni að. Bænin mun beina huga mínum, hjálpa meðvitund minni að vaxa uns ég sé að það er ekkert sem aðskilur mig og guð. Allar takmarkanir hverfa á braut þegar ég læt mátt guðs flæða í gegnum mig.

Veit ég að ekkert getur yfirbugað mátt guðs í lífi mínu?

Bæn dagsins
Megi ég í dag bjóða mínum Æðri Mætti upp á linnulausa bæn, ekki bara “einu-sinni-a-morgni-dugar” tegundina. Megi mér verða hugsað til míns Æðri Máttar í dögun, kaffi hléum, hádeginu, þegar húmar að kveldi, eða á rólegri kvöldstund – og á öllum stundum þess á milli. Megi vitund mín vaxa uns mörkin þurrkast út og krafturinn verður hluti af mér og ég hluti af kraftinum.

Minnispunktur dagsins
Að eiga bænafylltan dag.

Hugleiðing dagsins
Bæn getur veitt margvíslega umbun. Ein sú mesta er sú tilfinning að finnast ég tilheyra. Ég lifi ekki lengur eins og ókunnugur í ókunnugu landi, utanaðkomandi í fjandsamlegu umhverfi. Ég er ekki lengur tíndur, óttasleginn og tilgangslaus. Ég tilheyri. Í GA samtökunum áttum við okkur á að á þeirri stundu sem við sjáum vilja Guðs bregða fyrir – á þeirri stundu sem við byrjum að sjá sannleika, réttlæti og kærleika sem hin raunverulegu og eilífu gildi í lifinu – þá erum við ekki lengur svo viðkvæm fyrir því sem virðist vera sönnun fyrir hinu gagnstæða í umhverfi okkar.

Trúi ég því að Guð vaki yfir mér af kærleika?

Bæn dagsins
Megi ég vera þakklátur fyrir huggunina og friðinn sem fylgir því að finnast ég tilheyra – Guði hinu alvitra “foreldri” og fjölskyldu Hans á Jörðu. Megi ég ekki þurfa límmiða á stuðarann eða hávaðasaman félagsskap til þess að gefa mér sjálfsmynd. Ég er Guðs, í gegnum bænina.

Minnispunktur dagsins
Ég finn mína sjálfsmynd með hjálp bænarinnar.

Hugleiðing dagsins
Søren Kierkegaard ritaði, “bæn mun ekki breyta Guði, en hún breytir þeim sem biður.” Þau okkar í GA samtökunum, sem höfum lært að gera bænina að reglubundnum hluta af lífi okkar, okkur kemur ekki til hugar að sleppa bæninnni – frekar en við myndum sleppa sólskini, fersku lofti eða mat – og af sömu ástæðu. Alveg eins og líkami okkar getur hrörnað og visnað ef hann fær ekki sína næringu, þá á það sama við um sálina.Við þörfnumst öll ljóssins sem stafar af veruleika Guðs, þeirrar næringar sem felst í styrk Guðs og andrúmslofts náðar Hans.

Þakka ég Guði, eins og ég skil hann, fyrir allt það sem hann hefur gefið mér, fyrir allt það sem hann hefur losað mig við og fyrir allt það sem hann hefur leyft mér að halda?

Bæn dagsins
Kæri Æðri Máttur: Ég vil þakka þér fyrir að breiða ró yfir ringulreið mína, fyrir að láta hina skröltandi strengi tengsla minna við annað fólk fá samhljóm á ný, fyrir að púsla saman hinni tættu sjálfsmynd minni, fyrir að gefa mér þá bindindisgjöf að upplifa nýjan heim fullan af undrum og tækifærum. Megi ég vera áfram sannlega Þinn. Þinn einlægur.

Minnispunktur dagsins
Sama hversu einföld bænin er, þá nærir hún sálina.”