GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts in Dagurinn í dag

2.mars

No comments

Hugleiðing dagsins
Hvernig væri að eyða hluta af deginum í að hugleiða kosti mína frekar en galla? Hví ekki að hugsa frekar um sigra en ósigra – um það hve blíður og nærgætinn ég geti verið. Ég hef hneigst til þess að velta mér upp úr biturð og napurleika varðandi allt sem ég hef sagt, gert og fundist. Í dag ætla ég, þó ekki sé nema í hálftíma, að reyna að sjá líf mitt í jákvæðu ljósi.

Hef ég hugrekki til að breyta því sem ég get breytt?

Bæn dagsins
Megi ég, með ró og endurmati á sjálfum mér, þróa með mér jákvæðara viðhorf. Hafi ég verið skapaður í guðsmynd þá hlýtur að vera góðmennska innra með mér. Ég ætla að hugleiða þá góðmennsku og og birtingarmynd hennar. Ég ætla að hætta að draga úr ágæti mínu, jafnvel í mínum leyndustu hugsunum. Ég ætla að bera virðingu fyrir öllu sem hefur verið skapað í guðsmynd. Ég ætla að bera virðingu fyrir sjálfum mér.

Minnispunktur dagsins
Að hafa sjálfsvirðingu er að bera virðingu fyrir guði.

1.mars

No comments

Hugleiðing dagsins
Við höfum svo miklu meiri stjórn á hugsunum okkar eftir að við hættum að spila og urðum frjáls. En umfram allt annað þá erum við fær um að breyta viðhorfi okkar. Sumir félagar í GA sjá stafina GA sem ensku orðin “Great Attitude” eða frábært viðhorf. Á meðan við vorum virk þá drógum við úr allri jákvæðni eða bjartsýni með orðunum “Já, en…..” Í dag hefur mér lærst að útiloka svona neikvæðni úr orðaforða mínum.

Vinn ég í því að breyta viðhorfi mínu? Er ég staðráðinn í því að draga fram hið jákvæða?

Bæn dagsins
Megi ég finna lækninguna og styrkinn sem felst í því að hafa guð með sér. Megi mér auðnast að fylgja andlegri leiðsögn GA prógramsins, íhuga skrefin, vinna skrefin – eitt í einu – og vinna þau síðan aftur og aftur. Í þessu felst bati minn.

Minnispunktur dagsins
Að vinna að minnsta kosti eitt spor.

Hugleiðing dagsins
Í dag ætla ég að vera óttalaus. Ef hugur minn verður þrunginn ótilgreindum ótta þá mun ég elta hann uppi og koma upp um hve óraunverulegur hann sé. Ég mun minna sjálfan mig á að Guð er við stjórnvölin í mínu lífi og að það eina sem ég þurfi að gera er að sætta mig við vernd hans og leiðsögn. Það sem gerðist í gær þarf ekki að trufla mig í dag.

Viðurkenni ég þá staðreynd að það sé í mínu valdi að gera daginn í dag góðan einvörðungu með því að hvernig ég hugsa og framkvæmi?

Bæn dagsins
Megi ég gera daginn í dag að góðum degi. Megi ég vita að það er mitt að tileinka deginum góðar aðstæður, með jákvæðu viðhorfi gagnvart því sem líðandi stund ber í skauti sér. Megi ég vera ónæmur gagnvart leifum gærdagsins. Guð, viltu vera mér nálægur í allan dag.

Minnispunktur dagsins
Að gera hann góðan.