GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts in Dagurinn í dag

Hugleiðing dagsins
Stundum, þegar vinir innan og utan GA segja okkur hve vel okkur gangi, þá vitum við innst inni að í raun og veru þá gengur okkur ekki alveg nógu vel. Við eigum enn í vandræðum með að höndla lífið og að takast á við raunveruleikann. Á slíkum stundum grunar okkur að það hljóti að vera galli á ástundun okkar á andlegu hliðinni. Líkur eru á að vandræði okkar stafi annað hvort af misskilningi eða vanrækslu á Ellefta Sporinu – bæn, hugleiðsla og leiðsögn Æðri Máttar. Hin Sporin geta haldið flestum okkar spilalausum og virkum. En Ellefta Sporið getur stuðlað að andlegum vexti – svo lengi sem við leggjum okkur fram og ástundum það.

Treysti ég takmarkalausum guði frekar en takmörkuðum sjálfum mér?

Bæn dagsins
Ég bið þess að andleg meðvitund mín dýpki, að ég öðlist sterkari trú á hinu Óséða, fyrir nánari samskiptum við minn Æðri Mátt. Megi ég átta mig á að vöxtur minn í GA prógraminu hangir saman við andlegan þroska. Megi ég fela meira af trausti mínu í hendur óendanlegrar visku guðs.

Minnispunktur dagsins
Ég mun ekki gefast upp né heldur láta mér fallast hendur. Ég mun gefast undir visku guðs.

Hugleiðing dagsins
Þegar ég vakna þá ætla ég að hugsa í ró um næstu 24 stundir. Ég ætla að biðja guð að stýra hugsunum mínum og biðja sérstaklega um það að verða laus við sjálfsvorkun og óheiðarleika. Ef ég þarf að velja á milli hugsanlegra leiða þá ætla ég að biðja guð um innblástur, um hugusn gædda innsæi eða ákvörðun. Að því loknu ætla ég að slaka á, vitandi að allt mun fara vel.

Get ég trúað því að með því að gefa upp “rétt” minn til væntinga, þá mun ég kynnast frelsi?

Bæn dagsins
Ég lofa guð fyrir það að geta lofað guð, að geta valið hvenær ég leita til hans, að geta fundið mín eigin orð þegar ég tala til hans, að ávarpa hann á þann hátt sem mér finnst vera tilhlýðilegur. Megi ég um leið gera mér grein fyrir því að Hann verður að vera laus undan mínum væntingum, að Hann hafi þau áhrif á líf mitt sem Hann telur nauðsynleg.

Minnispunktur dagsins
Hver er ég að segja guði fyrir verkum?

Hugleiðing dagsins
Í Rauðu bók GA samtakanna stendur – þegar Ellefta Sporið er útskýrt “Meðvitað samband virðist eiga upptök sín í bæn. Hvað er bæn? Fyrir suma er það spjall, á persónulegum nótum, við þeirra Æðri Mátt. Í raun getur hvert og eitt okkar hagað sínum bænum hvert á sinn hátt.” Ef þú átt erfitt með að biðja eða veist ekki hvernig þú átt að bera þig að þá getur þú alltaf “feikað það þar til þú meikar það.” “Með tímanum mun bænin verða þér fullkomlega eðlileg og þú munt finna hversu mikið hún færir þér…. Bænin eykur getuna til þess að ráða fram úr því sem þú ert að takast á við.”

Hef ég samþykkt bæn og hugleiðslu sem hluta af mínu lífi?

Bæn dagsins
Ég lofa minn Æðri Mátt fyrir það frelsi sem hann hefur gefið mér til þess að finna minn skilning á Guði. Megi líf mitt verða Guðs, hvort sem ég sé hann sem Föður, hvers hendi og anda ég geti snert með því að teygja mig eftir því, eða sem alheims Anda sem ég get sameinast þegar hörð ytri skel “sjálfs” míns byrjar að molna, eða sem kjarna Guðdóms og fullkominnar góðmennsku sem býr í brjósti mér. Megi ég þekkja Hann vel, hvort sem ég finn hann innra með mér, ytra með mér eða í öllum hlutum alls staðar.

Minnispunktur dagsins
Ég þakka Guði, eins og ég skil Hann, fyrir skilning minn á Honum.

Hugleiðing dagsins
Í dag ætla ég að vera óttalaus. Ef hugur minn verður þrunginn ótilgreindum ótta þá mun ég elta hann uppi og koma upp um hve óraunverulegur hann sé. Ég mun minna sjálfan mig á að Guð er við stjórnvölin í mínu lífi og að það eina sem ég þurfi að gera er að sætta mig við vernd hans og leiðsögn. Það sem gerðist í gær þarf ekki að trufla mig í dag.

Viðurkenni ég þá staðreynd að það sé í mínu valdi að gera daginn í dag góðan einvörðungu með því að hvernig ég hugsa og framkvæmi?

Bæn dagsins
Megi ég gera daginn í dag að góðum degi. Megi ég vita að það er mitt að tileinka deginum góðar aðstæður, með jákvæðu viðhorfi gagnvart því sem líðandi stund ber í skauti sér. Megi ég vera ónæmur gagnvart leifum gærdagsins. Guð, viltu vera mér nálægur í allan dag.

Minnispunktur dagsins
Að gera hann góðan.