Hugleiðing dagsins
Það er fátt “algilt” í Tólf sporum GA samtakanna. Okkur er í sjálfsvald sett hvar og hvernig við byrjum. Guð, eins og við skiljum hann, er hægt að skilgreina einfaldlega sem “Æðri mátt”; og fyrir mörg okkar var félagsskapurinn í GA okkar fyrsti “Æðri máttur.” Sú viðurkenning á skilgreiningunni á Æðri mætti er skiljanleg fyrir nýliðann í ljósi þess að flestir meðlimir GA samtakanna eru lausir undan oki spilafíknarinnar, oki sem nýliðinn er enn að kljást við. Slík viðurkenning er fyrsta skrefið í átt að auðmýkt. Hugsanlega er nýliðinn þar með í fyrsta sinn, í það minnsta viljugur, til þess að viðurkenna að hann eða hún sé ekki guð.

Er hegðun mín meira sannfærandi fyrir nýlíða heldur en orð mín?

Bæn dagsins
Megi ég skilgreina og uppgötva min eigin Æðri mátt. Eftir því sem sú skilgreining verður mér skýrari og nánari, megi ég forðast það að krefjast þess að minn skilningur sé sá eini rétti. Því hver og einn verður að finna sinn Æðri mátt. Ef nýliðanum finnst hann vera án guðs og einmanna, þá er hugsanlegt að kraftur GA félagsskaparins og hópsins dugi honum í bili. Megi ég aldrei gera lítið úr krafti félagsskaparins.

Minnispunktur dagsins
Máttur félagsskaparins getur verið Æðri máttur.