Hugleiðing dagsins
Þeir GA félagar sem ég ber hvað mesta virðingu fyrir í GA prógraminu – og um leið þeir sem ég hef lært mest af – virðast sannfærðir um það að dramb sé, eins og einn orðaði það, “grunn-syndin.” Í trúarlegri siðfræði er dramb fyrsta af höfuðsyndunum. Dramb er jafnframt talið alvarlegast, sker sig úr hópnum sakir einstæðra eiginleika sinna. Dramb treður sér inn í andlega sigra okkar. Það smeygir sér inn í öll okkar afrek og velgengni, jafnvel þau sem við eignum Guði.

Streitist ég gegn drambinu með því að vinna Tíunda Sporið reglulega, horfandi í augu við sjálfan mig og leiðrétti það sem aflaga fer?

Bæn dagsins
Megi ég stöðugt vera á verði gagnvart laumulegum aðferðum drambsins, sem reynir ætíð að troða sér inn í hvert afrek, hvern sigur, hvern endurgoldin hlýhug. Megi ég gera mér grein fyrir að hvenær sem hlutirnir ganga vel hjá mér, þá er drambið á staðnum tilbúið til þess að eigna sér heiðurinn. Megi ég vera á varðbergi gagnvart því.

Minnispunktur dagsins
Setjum drambið á sinn stað.