Hugleiðing dagsins
Leyndardómar sjálfsálitsins; særandi þegar það er uppblásið og sárt að draga úr því, og hindrar mig oftar en ekki í því að vinna GA prógramið af heilum hug. Þó svo að ég sé með sannleikann mér til halds og trausts, þá fell ég oftar en ekki í þá gryfju að grípa til gömlu hugmyndanna, sem svo oft komu mér fram á hengibrún örvæntingarinnar. Það krefst mikillar vinnu að draga úr uppblásnu sjálfsáliti og stundum blæs það út án þess að ég verði þess var. Ég var alltaf fullviss um að kerfin, sem ég var búinn að koma mér upp í spilamennskunni, myndu virka; en það gerðu þau aldrei. Ég efaðist um að GA myndi virka; en það virkaði – einn dag í einu.

Er ég viljugur, bara í dag, að hætta að notast við mínar gömlu hugmyndir og fara að stóla á GA leiðina?

Bæn dagsins
Megi ég vita að uppbólgið sjálfsálit er ekki viðeigandi fyrir mig sem óvirks spilafíkils. Það kemur í veg fyrir að ég sjái galla mína. Það gerir annað fólk afhuga mér og kemur í veg fyrir að ég geti hjálpað öðrum. Það hindrar framþróun mína því það fær mig til þess að trúa því að ég hafi stundað nægilega mikla sjálfsskoðun og að ég sé “læknaður.” Ég bið til míns Æðri Máttar um að ég megi vera nægilega raunsær til þess að taka við velgengni minni í GA prógraminu án þess að það blási út stolt mitt.

Minnispunktur dagsins
Stolt getur hindrað framfarir.