Hugleiðing dagsins
Anais Nin skrifaði; “Ef einstaklingur upplifir það að sjá einvörðungu risa, þá þýðir það að viðkomandi er enn að horfa á heiminn með barnsaugum.” Næstu 24 stundirnar ætla ég að neita mér um að íþyngja sjálfum mér með hugsunum um risa og skrímsli – með hugsunum um hluti úr fortíðinni. Ég ætla ekki að hafa áhyggjur af morgundeginum, fyrr en að hann verður dagurinn í dag. Þeim mun betur sem ég nýti daginn í dag, þeim mun líklegra er að morgundagurinn verði bjartur.

Hef ég rétt einhverjum hjálparhönd í dag?

Bæn dagsins
Guð gefi að ég þroskist. Megi risar og skrímsli ímyndunar minnar – þessar birtingarmyndir barnalegrar ímyndunar – hverfa fyrir fullt og allt. Megi ég hreinsa út drýslana og gera mér grein fyrir að þessar skálduðu ófreskjur eru afbökun ótta míns. Megi þeir hverfa ásamt ótta mínum, í birtu nýfundins æðruleysis.

Minnispunktur dagsins
Ég ætla að láta af barnalegum ótta.