Hugleiðing dagsins
Megi augu mín opnasty æ betur eftir því sem fundum mínum hjá GA fjölgar. Vandamál mín eru smávægileg í samanburði við vanda annarra GA félaga, samt takast þeir á við vandann af hugrekki og sjálfstrausti. Aðrir eru í svipuðum aðstæðum og ég og takast á við sín vandamál af þolgæði. Með því að sækja fundi þá uppgötva ég margar ástæður til þess að vera þakklátur. Byrðar mínar eru byrjaðar að léttast.

Vænti ég auðveldra lausna við vandamálum mínum? Eða sækist ég eftir leiðsögn?

Bæn dagsins
Ég bið þess að ég muni fylgja GA prógraminu í gegnum lífið. Markmið þess eru mín markmið. GA félagarnir eru sannir vinir mínir. megi mér auðnast að rétta öðrum hjálparhönd og kenna þeim það sem ég hef lært. Megi bati minn og viðsnúningur lífs míns til hins betra verða öðrum hvatning, á sama hátt og ég fékk hvatningu frá öðrum.

Minnispunktur dagsins
Megi ég vera þakklátur.