Hugleiðing dagsins
Okkur lærist í GA prógraminu að ekkert veitir meiri ánægju og gleði heldur en vel unnið tólfta spor. Að sjá augu manneskju fyllast furðu þegar þau hverfa frá myrkinu yfir í ljósið, þegar þau sjá líf sitt fyllast tilgangi og fá merkingu, og umfram allt að sjá þau fá andlega uppvakningu þegar þau uppgötva ástsælan guð í lífi sínu. Þetta er innihald þess sem við fáum þegar við berum boðskap prógramsins áfram.

Er mér að lærast, í gegnum tólfta sporið, að þakklæti á að berast áfram, ekki aftur á bak?

Bæn dagsins
Megi tólfta spors vinna mín vera eins heilshugar. eins sannfærandi og eins uppbyggileg eins og tólfta spors vinna annarra hefur verið fyrir mig. Megi ég gera mér grein fyrir að máttur prógramsins og virkni þess felst í að “láta það ganga.” Þegar ég hjálpa öðrum að halda bindindi sitt þá er ég um leið að styrkja mitt eigið bindindi. Ég bið guð í auðmýkt um leiðsögn fyrir hvert tólfta spor.

Minnispunktur dagsins
Að láta það ganga.