Hugleiðing dagsins
Ég varð forviða á allri glaðværðinni, þegar ég kom fyrst í GA. Í dag geri ég mér grein fyrir að gáski og léttlyndi gera gagn. Ókunnugir verða stundum hvumsa yfir því þegar við hlæjum að ömurlegri – jafnvel raunalegri – lífsreynslu. En hví skyldum við ekki hlæja? Okkur hefur verið sýnd leiðin til bata, sem og hvernig við getum hjálpað öðrum. Hvað annað gæti gefið okkur tilefni til þess að gleðjast, ef ekki þetta?

Er ég byrjaður að öðlast aftur kímnigáfu?

Bæn dagsins
Megi guð færa mér aftur skopskyn mitt. Megi ég kunna að meta heiðarlegan hlátur, sem er samhljómur fögnuðar okkar yfir bindindinu. Megi ég hlæja sem oftast, ekki þessum sjálfselsku hlátri sem hæðir breyskleika annarra, ekki háðskum hlátri sjálfsniðurlægingar, heldur heilnæmum hlátri sem byggir á yfirsýn yfir aðstæður. Megi ég aldrei líta á slíkan hlátur með virðingarlausan. Ég hef aftur á móti lært að það er ekki viðrðingarvert að taka sjálfan sig of alvarlega.

Minnispunktur dagsins
Skopskyn er merki um heilbrigði.