Hugleiðing dagsins
Sem virkur spilafíkill var ég allt of kunnugur þunglyndi, þeirri uppsöfnun myrkra tilfinninga sem virtist hvolfast yfir mig með reglulegu millibili. Jafnvel nú, þegar mér finnst ég ekki ná þeim framförum sem ég býst við, þegar ég býst við kúyvendingu í andlegri líðan á örskotsstundu, þá getur þessi gamli djöfull komið þegar síst skyldi – ef ég geri honum það kleift.

Geri ég mér grein fyrir að væntingar mínar um fullkomnun eru í réttu samhengi við það þunglyndi sem ég finn fyrir? Viðurkenni ég að í dag, þegar ég er í bat, þá er þunglyndi síður til þess að draga úr mér þrótt og að ég get gert eitthvað í því?

Bæn dagsins
Þegar þunglyndi virðist vera við það að draga úr mér allan þrótt, megi ég þá setja mér skynsamleg, smá markmið – jafnvel svo lítil sem bara að segja góðan dag við barn, þvo upp minn eiginn kaffibolla, taka til á skrifborðinu, biðja stuttrara bænar. Megi ég losa mig við handritið að uppgjöf sem ætíð kom mér í djúpt þunglyndi.

Minnispunktur dagsins
Of háleit markmið koma mér í koll.