Hugleiðing dagsins
Oft hefur verið sagt við okkur að spilafíklar séu haldnir fullkomnunaráráttu, óþolinmóðir gagnvart hverjum annmarka – sérstaklega okkar eigin. Við eigum það til að setja okkur markmið sem er ómögulegt að ná en við rembumst samt eins og rjúpan við staurinn að ná þeim. Þegar við svo stöndum ekki undir þessum háleitu markmiðum – sem engin manneskja í raun getur staðið undir – þá finnst okkur við hafa mistekist. Vonbrigði og þunglyndi sækir að okkur og í vonskukasti refsum við sjálfum okkur fyrir að vera ekki ofurmenni. Og næst þegar við setjum okkur markmið, í stað þess að hafa markmiðin raunsærri, þá setjum við okkur jafnvel enn óraunhæfari markmið. Og okkur mistekst enn hrapalegar og refsum okkur enn harðar.

Er ekki kominn tími til þess að ég hætti að setja sjálfum mér og fólkinu í kringum mig óraunhæf markmið?

Bæn dagsins
Megi guð mýkja mína eigin ímynd af sjálfum mér sem ofurmanneskju. Megi ég sætta mig við minna en fullkomnun frá sjálfum mér, sem og frá öðrum. Því einungis guð er fullkominn og ég er takmarkaður – af því að ég er mennskur.

Minnispunktur dagsins
Ég er ekki guð; ég er mennskur.