GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts in Dagurinn í dag

Hugleiðing dagsins
Er lausn frá spilafíkn það eina sem við getum búist við frá andlegri vakningu? Nei – því fer fjarri. Frelsi frá fíkninni er bara byrjunin; það er einvörðungu fyrsta gjöfin sem við hljótum af fyrstu andlegu vakningunni. Það er augljóst að ef okkur eiga að hlotnast fleiri gjafir þá verður vakningin að halda áfram. Og eftir því sem andleg vakning verður meiri þeim mun betur gengur okkur að losa okkur við gamla lífið – líf sem var ekki að ganga upp – og skipta því út fyrir nýtt líf sem virkar við allar kringumstæður.

Er ég viljugur til þess að halda andlegri vakningu minni áfram fyrir tilstuðlan tólf sporanna?

Bæn dagsins
Megi ég muna hvernig lífið var þegar eina takmark mitt í lífinu var að losna undan spilafíkn. Öll orð og frasar sem ég greip til voru til þess ætluð að stöðva – “láta af, hætta að spila, gefast upp, ekki meir.” En þegar ég loks varð laus undan spilafíkninii þá áttaði ég mig á því að frelsi mitt fólst meira í því að byrja á einhverju – frekar en að stöðva. Megi ég nú halda áfram að hugsa á þeim nótum að byrja á einhverju – “eflast, aukast, vakna, vaxa, læra, að þroskast…”

Minnispunktur dagsins
Að stoppa var fyrir mig upphaf.

Hugleiðing dagsins
Reynslubolti í GA samtökunum ráðlagði mér að gera reglulega svokallaða “bata-birgðatalningu.” Niðurstöðu slíkrar talningar hafa sýnt mér – svo ekki verður um villst – að loforð þau sem okkur eru gefin í GA prógraminu hafa ræst. Ég er ekki lengur sá sjúki maður sem ég var árum saman; Ég er ekki lengur andlega, líkamlega og fjárhagslega gjaldþrota; Ég hef öðlast nýtt líf og nýja leið í lífinu, og ég hef öðlast innri frið megnið af tímanum. Þetta nýja líf mitt er svo gjörólíkt mínu gamla lífi, þegar ég kveið því að takast á við hvern nýjan dag. Kannski ættum við öll að gera svona birgðatalningu öðru hverju, þar sem sjáum svart á hvítu hvað GA prógramið er að gera fyrir okkur.

Ætla ég að að reyna að sá fræjum trúar þar sem óttinn ræður ríkjum?

Bæn dagsins
Guð, lát mig bera saman mitt nýja líf og hið gamla – einvörðungu til þess að sýna mér fram á hve mikið allt hefur breyst. Megi ég skoða árangur minn endrum og sinnum – bæði fyrir mig sem og nýliðana í GA. Megi þessi skoðun snúast – í einlægni – um það sem ég “er að gera” en ekki – í sjálfumgleði – það sem ég “hef gert.”

Minnispunktur dagsins
Hafa loforð prógramsins ræst fyrir mig? Hef ég staðið við mín loforð

Hugleiðing dagsins
Goethe skrifaði; “Allir vilja vera eitthvað, enginn vill vaxa.” Ég spyr sjálfan mig stundum, eins og við öll gerum; Hver er ég? Hvar er ég? Hvert er ég að fara? Hver er merking alls þessa? Það að læra og vaxa er yfirleitt seinfarinn vegur. En við munum ætíð fá svar á endanum. Það sem í fyrstu virðist margslungið og flókið reynist oftast vera sáraeinfalt í eðli sínu.

Hef ég meðtekið þá staðreynd að vilji til þess að vaxa sé lykillinn að andlegum framförum?

Bæn dagsins
Guð gefi mér þolinmæði og þrautsegju til þess að halda áfram, jafnvel þótt takmarkið sé ekki í augsýn. Meginreglur GA prógramsins eru vegvísir minn til þess að vaxa, mikilvægari en vegurinn sjálfur. Még munu verða allir vegir færir, ef ég bara fylgi vegvísinum.

Minnispunktur dagsins
Leiðin sjálf, ekki endastöðin.

Hugleiðing dagsins
Margir nýliðar í GA samtökunum segja, þegar þeir kynna sér rækilega tólf sporin ; “Það er naumast fyrirskipanir! Ég get ekki farið í gegnum þetta.” “Ekki láta hugfallast,” er sagt við okkur á fundi eftir fund. “Enginn okkar hefur getað fylgt þessum meginreglum til fullnustu. Við erum ekki dýrlingar. Það sem skiptir máli er að við erum tilbúin til þess vaxa andlega. Sporin eru leiðarvísir að framförum. Við væntum andlegra framfara frekar en fullkomnunar.”

Get ég trúað því að verkefni mitt sé ekki að endurskapa sjálfan mig heldur að gera sem best úr því sem guð gaf okkur?

Bæn dagsins
Jafnvle þótt ég sé gamall í hettunni innan GA samtakanna, þá má ég samt ekki gleyma því að sporin tólf eru ekki einhver listi af verkefnum sem ég geti klárað í eitt skipti fyrir öll. Þau eru miklu frekar leiðarvísir að ákveðnu marki. Megi hugur minn vera opinn fyrir frekari skilningi á inntaki sporanna tólf.

Minnispunktur dagsins
Framför frekar en fullkomnun.

Hugleiðing dagsins
Í talsverðan tíma eftir að ég kynntist GA samtökunum, lét ég hluti sem réð ekki við hindra mig í að gera hluti sem ég réði við. Ef það fór í taugarnar á mér hvað leiðari eða aðrir fundarmenn sögðu þá dró ég mig til hlés, í fýlu. En nú reyni ég að taka þvi fagnandi þegar einhver segir eitthvað sem fer í pirrurnar á mér, í stað þess að fara í vörn eða verða pirraður – þvi að þá get ég unnið í sjálfum mér, viðhorfum mínum og skilning á guði, sjálfum mér, öðru fólki og aðstæðum lífs míns. Við erum kannski ekki enn þá virkir spilafíklar en við erum stundum virkir áráttuhugsuðir.

Er ég viljugur til þess að vaxa og vaxa úr grasi?

Bæn dagsins
Megi guð gefa mér hugrekki til þess að prófa nýfengna vængi mína – jafnvel bara einn vængjaslátt í einu. Megi ég ekki bíða þess að verða algjörlega heiil á ný áður en ég fer að takast á við hversdagslegt amstyr, því bati er viðvarandi ferli og vöxtur kemur frá því að takast á við áskoranir. Megi ég hætta örvæntingarfullri leit minni að fulkomnun og hafa þess í stað augun á markmiðum mínum og þroskast svo lengi sem ég lifi – einn dag í einu.

Minnispunktur dagsins
Þeir hlutir sem ég ræð ekki við ættu ekki að flækjast fyrir því sem ég ræð við.

Hugleiðing dagsins
Ég hef heyrt sagt að þegar guð lokar dyrum, þá opni Hann glugga. Eftir að ég hóf að vinna tólf sporin, þá hefur megnið af þeim ótta og sársauka sem hrjáði mig horfið. Suma af göllum mínum hef ég losnað við, aðra er ég enn að kljást við. Ég trúi því að ef ég held mig við tólf sporin og geri þau að hluta af lífi mínu, þá muni líf mitt halda áfram að batna – líkamlega og andlega,

Er ég viljugri og hæfari til þess að hjálpa öðrum ef ég vinn sporin?

Bæn dagsins
Ég þakka guði fyrir að sýna mér fram á að tólf spor GA samtakanna séu leið til heilbrigðara lífs. Þar sem ég hef gert þau að hluta af lífi mínu, þeim mun heilbrigðara, betra og nær mínum æðri mætti verður líf mitt. Megi ég finna fyrir sama þakklæti og hugljómun og þeir sem eru að uppgötva tólf sporin í fyrsta skipti, nú þegar ég lifi lífi mínu samkvæmt þeim.

Minnispunktur dagsins
Eitt spor í einu, dag eftir dag.

Hugleiðing dagsins
Heimspekingurinn Schopenhauer skrifaði “Þegar einstaklingur er í þeirri stöðu að hann trúir því að eitthvað muni gerast, sem hann í raun vonast eftir að gerist ekki, og það sem hann vonar að gerist getur aldrei orðið – þetta ástand kallast örvænting.” Það er erfitt að takast á við hinn raunverulega sársauka sem tilfinningalegir erfiðleikar geta valdið okkur, þegar við erum að halda bindindið frá fjárhættuspilum. En með tímanum lærist okkur að það að takst á við slíka erfiðleika er hin sanna prófraun þegar kemur að því að lifa samkvæmt GA prógraminu.

Trúi ég því að mótlæti gefi mér betri möguleika á því að vaxa og þroskast heldur en stöðugur meðbyr og velgengni?

Bæn dagsins
Megi ég trúa þvi að guð, í visku sinni, er ekki að láta mig takast á við tilfinningalega erfiðleika bara til þess að láta reyna á bindindi mitt, heldur er hann að skora á mig að styrkja sannfæringu mína og sjálfsstjórn. Megi mér lærast að vera óhræddur við tilfinningaleg gil og skorninga, því GA prógramið hefur útbúið mig fyrir allar torfærur.

Minnispunktur dagsins
Mótlæti getur af sér styrk.

Hugleiðing dagsins
Ég er ekki enn kominn á þann stað að það sé “ekkert mál” fyrir mig að takast á við stöku daglegan sársauka og kvíða, með miklu æðruleysi, en mér er smám saman að takast að finna fyrir þakklæti fyrir ákveðið stig sársauka. GA prógramið hjálpar okkur að finna fúsleikann til þess að takast á við sársauka, með því að rifja upp þann lærdóm sem við getum dregið af þjáningum fortíðarinnar – lærdómur sem hefur fært okkur þá gæfu sem við nú njótum. Við munum á hvern hátt angistin, sem við fundum þegar við vorum enn virkir spilafíklar – og sársauki uppreisnar og særðs stolts – leiddi okkur oftar en ekki að guðs náð og frelsi.

Hef ég þakkað mínum æðri mætti fyrir kraftaverkið sem líf mitt er í dag?

Bæn dagsins
Þegar ég var hjálparvana, þá bað ég guð um hjálp. Þegar ég var vonlaus, þá teygði ég mig eftir von guðs. Þegar ég var bjargarlaus gagnvart spilafíkninni, þá bað ég guð um styrk. Í dag get ég í hreinskilni þakkað guði fyrir það að hafa verið hjálparvana, vonlaus og bjargarlaus, því ég varð vitni að kraftaverki

Minnispunktur dagsins
Frá bjargarleysi yfir í æðri mátt.

Hugleiðing dagsins
Í hverri sögu, sem félagar okkar í GA samtökunum segja, er sársaukinn gjaldið sem greiða þarf fyrir nýtt og betra líf. En þetta gjald færði okkur mun meira en það sem við bjuggumst við. Það færði okkur auðmýkt, nokkuð sem við uppgötvuðum að virkaði sem lækning við sársauka. Og með tímanum fór ótti okkar við sársauka minnkandi og við fórum að þrá auðmýkt og hógværð.

Er mér að lærast að slaka á, að gera sem mest úr því sem mér hlotnast og sem minnst úr því sem framhjá mér fer?

Bæn dagsins
Sé það ætlan guðs að við þroskumst andlega, að við komumst í nána snertingu við skilning hans á því hvað sé gott og satt, megi ég þá trúa því að öll mín reynsla hafi gert mig að þeim nýja og betri manni sem ég er í dag. Megi ég ekki hræðast lærdóminn sem draga megi af sársaukanum. Megi ég vita að ég verði að halda áfram að vaxa, jafnt fyrir tilstuðlan sársauka sem og gleði.

Minnispunktur dagsins
Ég finn til, þar af leiðandi er ég til.

Hugleiðing dagsins
Þegar ég sé nýja félaga koma í GA samtökin þá rifjast upp fyrir mér sá sársauki sem ég lifði með og sú óreiða sem líf mitt var í, og síðan sú von sem ég fann loks fyrir þegar ég varð viljugur til þess að stunda GA prógramið. Þegar ég sé og heyri gömlu félagana tala, suma með 10 ár eða meira í GA samtökunum, þá minnir það mig á að ef ég ætla að halda áfram á batavegi þá verði ég að gera GA prógramið að hluta af mínu daglega lífi. Þó svo að ég geti ekki gleymt gærdeginum þá verðu DAGURINN Í DAG að vera í brennidepli hjá mér.

Geri ég mér grein fyrir því að ef ég geri GA prógramið að hluta af lífi mínu í dag þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni né heldur að burðast með harm vegna fortíðarinnar.?

Bæn dagsins
Gjör mig tvíviljugan – til þess að deila reynslu minni með nýliðum og til þess að hlýða á þá sem hafa meiri reynslu en ég. Nýliðinn og sá sem lengra er kominn geta báðir kennt mér mikilvæga lexíu, ef ég er bara tilbúinn til þess að hlusta og læra. Hjálpaðu mér að læra meira svo ég geti boðið meira af mér.

Minnispunktur dagsins
Góður kennari er námsfús.