Hugleiðing dagsins
Eftir því sem heilsa okkar batnar og þörfin fyrir spilamennsku minnkar, förum við að sjá margt í nýju ljósi. Mörg okkar hafa áttað sig á að reiði getur tekið á sig margar birtingarmyndir; óþolinmæði, kaldhæðni, vantraust, kvíði, öfund, tortryggni, óánægja, sjálfsvorkun, meinfýsni, vantraust og afprýði. Þegar innsæi okkar eykst förum við að sjá hversu oft reiði er undirrótin að óþægilegri og eirðarlausri tilfinningalegri líðan okkar. Slíkt innsæi hjálpar okkur að skilja reiðina og finna leiðir til þess að kljást við hana.

Leyfi ég tilfinningum mínum að bera mig ofurliði?

Bæn dagsins
Megi augu mín opnast fyrir þeirri staðreynd að reiði, líkt og meistari dulargervis, hefur margar birtingarmyndir og mörg andlit. Megi ég afhjúpa hin mörgu gervi reiðinnnar og þekkja hana eins og hún í raun er.

Minnispunktur dagsins
Reiði á sér mörg gervi.