Hugleiðing dagsins
Ég heyri nánast á hverjum degi af einhverju sem virðist vera einkennileg tilviljun í lífi vina minna í GA samtökunum. Og ég hef sjálfur upplifað slíkar “tilviljanir” endrum og sinnum; að birtast á réttum stað á réttum tíma; hringja óvænt í vin, sem virkilega þurfti að heyra í mér einmitt á þeirri stundu; heyra “söguna mína” á ókunnum fundi í ókunnum bæ. Nú orðið vel ég að trúa því að margar þessara svokölluðu “tilviljana” séu í raun lítil kraftaverk guðs, sem kýs að framkvæma þau á laun.

Er ég ætíð þakklátur fyrir það kraftaverk sem bati minn er?

Bæn dagsins
Megi vitund mín um æðri mátt vaxa að næmni eftir því sem ég heyri af fleiri slíkum “tilviljunum”, tilviljunum sem ganga á skjön við tölfræði, veikindi sem læknast þrátt fyrir spár um annað, björgun frá bráðum bana, tilviljanakenndar aðstæður sem breyta lífi fólks. Þegar hið óútskýranlega gerist, megi ég þá skynja það sem enn eitt af fjölmörgum kraftaverkum guðs. Minn eigin bati og björgun frá örvinglan og dauða er gott merki um slíkt kraftaverk.

Minnispunktur dagsins
Líf mitt er kraftaverk.