Hugleiðing dagsins
Í ljósi þess hversu föst við erum í hinum gömlu hugsunum okkar og hegðun, þá er það skiljanlegt að við streitumst við þegar nýjar hugmyndir eru lagðar fyrir okkur þegar við erum ný í GA prógraminu. Þegar við finnum fyrir slíkri mótstöðu þá er engin þörf á að vísa viðkomandi hugmynd á bug fyrir fullt og allt; okkur hefur lærst að það er farsælla að leggja hugmyndina bara til hliðar um stundarsakir. Aðalatriðið er að það er ekki til nein “rétt” leið eða “röng”. Hvert okkar notfærir sér það sem kemur sér best á hverjum tíma og heldu opnum hug gagnvart hverri þeirri hjálp sem kann að koma sér vel á öðrum stundum.

Reyni ég að vera með opinn huga?

Bæn dagsins
Megi ég vera upplýstur um raunverulega merkingu þess að vera með opinn huga, meðvitaður um það að gamla skilgreiningin mín, þar sem ég taldi opinn hug vera sama og að vera víðsýnn, á ekki við hér. megi ég stöðugt vera opinn fyrir hugmyndum og uppástungum þeirra sem komu á undan mér í prógramið. Það sem virkaði fyrir þau getur virkað fyrir mig, sama hversu langsótt það kann að virðast eða augljóst.

Minnispunktur dagsins
Einungis opinn hugur er læknanlegur.