Hugleiðing dagsins
Ein besta leiðin til þess að losna úr sjálfsvorkunar gildrunni er að færa “skyndi bókhald.” Fyrir hverja eymdarfærslu gjaldamegin í bókhaldinu, þá getum við örugglega fundið eitthvað lán eða blessun sem við getum skráð í tekjuhliðina; góð heilsa, sjúkdómur sem við þjáumst ekki af, þeir vinir okkar sem okkur þykir vænt um og sem þykir vænt um okkur, sólarhringur án fjárhættuspila, gott dagsverk. Ef við bara gefum okkur smá stund og veltum hlutunum fyrir okkur þá getum við auðveldlega fundið mýmargt jákvætt sem vegur mun þyngra en þær fáu eymdarfærslur í bókhaldinu, sem við byggjum sjálfsvorkun okkar á.

Er andlegt jafnvægi mitt á jákvæðum nótum í dag?

Bæn dagsins
Megi ég læra að greina í sundur gjalda- og tekjufærslur í tilfinningalífi mínu. Megi ég færa til tekna hin fjölmörgu lán og þá blessun sem mér hlotnast. Megi niðurstaða bókhaldsins, sýna mér svo ekki verði um villst, að ég hef úr digrum sjóði jákvæðra færslna úr að moða

Minnispunktur dagsins
Ég hef margt jákvætt í mínum fórum.