Hugleiðing dagsins
Mér hefur verið sagt að velgengni GA prógramsins felist að stórum hluta í þeirri viðleitni og vilja félaganna að leggja mikið á sig til þess að hjálpa öðrum sem eru að kljást við spilafíkn. Ef þessi sama viðleitni mín og vilji dvín þá á ég á hættu að tapa því sem áunnist hefur. Ég verð að viðhalda vilja mínum til þess að deila með öðrum sem mér hefur áskotnast, því einvörðungu með því að deila auðnast mér að viðhalda.

Tek ég Tólf Sporin alvarlega? Hvaða Tólf Spora skilaboð hef ég sent frá mér í dag – annað hvort með beinni hjálp eða með fordæmi?

Bæn dagsins
Megi ég aldrei vera of upptekinn til þess að svara ákalli um hjálp frá spilafíkli. Megi ég aldrei verða svo upptekinn af lífsgæðakapphlaupinu að ég gleymi því að áframhaldandi bati minn felist í þeirri hjálp – háltíma símtal, hittast augliti til auglitis, snæða saman hádegisverð, hvaðeina sem aðstæður krefjast og bjóða upp á. Megi ég vita hver forgangsröðin sé og eigi að vera.

Minnispunktur dagsins
Að hjálpa hjálpar mér.