Hugleiðing dagsins
Dr. Robert L. Custer skrifaði í formála að bláu GA bókinni að GA sé tólf spora prógram “sem leggur til burðarstoðir vonar, skipulags, og vináttu” fyrir þá sem hafa kosið leiðina að “árangursríkri aðlögun að lífi án fjárhættuspila.” Hann bætir við “þessi leið getur verið slétt yfirferðar eða holótt, hvort heldur er þá er leiðin aldrei sársaukalaus…” Sem spilafíkill í bata þá get ég í dag tekist á við hvaða óþægindi sem er, vitandi það að sársaukinn sem fylgir batanum verður aldrei eins nístandi og örvæntingarfullur og sársaukinn sem ég fann fyrir á meðan ég var enn virkur spilafíkill.

Er ég undir það búinn að sjá hvern nýjan dag í GA prógraminu sem stund lærdóms, að vaxa og taka heibrigðar ákvarðanir?

Bæn dagsins
Megi ég notfæra mér skynsamlega það val sem Guð hefur fært mér, að skipuleggja með viti hvern dag fyrir sig, án þess að gerast þræll óttans, eftirsjárinnar eða kvíðans. Ég bið þess að vilji Guðs verði þar sem ég beiti mínum eigin vilja, sem hann af gæsku sinni veitti mér.

Minnispunktur dagsins
Guð vill að minn vilji sé.