Hugleiðing dagsins
Á meðan ég var virkur spilafíkill þá leit ég á mig sem “einfara”. Þó ég hafi oft verið innan um annað fólk – séð það, heyrt í þeim og jafnvel snert – þá voru flestar þýðingarmiklu samræðurnar sem ég átti, við sjálfan mig. Ég var þess handviss að enginn annar myndi skilja mig. Ef ég hef í huga það álit sem ég hafði á sjálfum mér á þessum tíma, þá er líklegt að ég hafi ekki viljað að neinn skyldi mig. Ég brosti framan í heiminn en var á sama tíma að deyja innra með mér.
Er mitt innra sjálf farið að líkjast ytra byrðinu, eftir að ég byrjaði að stunda GA prógramið?
Bæn dagsins
Megi mitt líkamlega, tilfinningalega, vitsmunalega og andlega sjálf renna saman svo ég megi verða heill á ný. Ég þakka mínum æðri mætti fyrir að sýna mér hvernig ég geti samhæft mitt innra sjálf við hið ytra, hvernig ég geti hlegið þegar mig langar til þess að hlæja, hvernig ég geti grátið þegar ég er dapur, hvernig ég geti borið kennsl á eigin reiði eða ótta eða sektarkennd. Ég bið þess að verða heill.
Minnispunktur dagsins
Ég er að verða heill á ný.