Hugleiðing dagsins
Sumum okkar í GA samtökunum finnst þau ekki geta gert það sem þau langar til.
Þau efast um eigin getu og hæfni. En í raun hefur hvert og eitt okkar ónýtta hæfileika. Við erum Guðs börn og það ætti að gefa okkur sterka vísbendingu um eðli þeirra ótakmörkuðu hæfileika sem við höfum. Þar sem við erum andlegar verur þá erum við ótakmörkuð. Okkur kann að finnast auðvelt að samþykkja þetta um einhvern sem skarar fram úr á á ákveðnu sviði. Ég ber hugsanlega saman minn eigin árangur saman við árangur einhers annars og fyllst vonleysi. En í raun er eini samanburðurinn sem ég á að gera er sá sem snýr að mér sjálfum.

Er ég betri manneskja í dag, sem kemur meiru í verk?

Bæn dagsins
Megi ég gera mér ljóst að ég er Guðsbarn. Og ástríkt loforð hans um að ég muni öðlast það sem ég þurfi, ekki það sem mig langi í, er hans aðferð við að kenna mér að vera sá sem ég er – ekki sá sem mig dreymdi um að vera. Ég get, sem andleg vera, sannarlega orðið afkastamikil og framtakssöm manneskja, jafnvel komið einhverju af því í verk sem mér fannst ómögulegt á meðan ég var í viðjum spilafíknarinnar.

Minnispunktur dagsins
Að bera mig saman við gamla mig.