Hugleiðing dagsins
Þegar við tölum við vin í GA samtökunum, þá ættum við ekki að hika við að minna viðkomandi á þörf okkar fyrir friðhelgi einkalífsins. Náin og persónuleg samskipti eru svo sjálfsögð og auðveld innan GA samtakanna að jafnvel vinur eða trúnaðarmaður gleymir þegar við búumst við að viðkomandi sýni þagmælsku. Slík “samskipti með réttindum” fela í sér mikilvæga kosti. Einn helsti kosturinn er sá að þau veita okkur færi á að vera eins heiðarleg og okkur er frekast unnt. Annar kostur er að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að særa aðra, né heldur þurfum við að óttast að verða að athlægi eða vera dæmd. Og um leið veitir það okkur bestu hugsanlega möguleikann á því að koma auga á sjálfsblekkingu.

Er ég traustsins verður?

Bæn dagsins
Ég bið um leiðsögn Guðs svo ég megi verða traustur trúnaðarmaður. Ég þarf að vera sá sem aðrir eru viljugir til þess að deila reynslu sinni með. Ég þarf að vera góður í að hlusta, ekki bara sá sem tjáir sig. Ég bið þess að verða tryggur og trúr, svo ég geti orðið móttækilegri vinur þeirra sem kjósa að gera mig að trúnaðarmanni.

Minnispunktur dagsins
Vera móttækilegur.