Hugleiðing dagsins
Einhver skilgreindi sjálfið sem “allar röngu hugmyndir mínar um sjálfan mig lagðar saman.” Ef ég vinn Tólf Sporin stöðugt og af þrautsegju þá mun það smám saman gera mér kleift að stroka burt þessar ranghugmyndir. Sú vinna hefur í för með sér nánast ómerkjanlega en stöðuga aukningu í þekkingu minni á sjálfum mér. Og það leiðir síðan aftur af sér aukinn skilning á Guði og öðru fólki.

Keppi ég að því að vera heiðarlegur við sjálfan mig og viðurkenni fúslega þegar ég hef rangt fyrir mér ?

Bæn dagsins
Guð, kenndu mér að skilja: kenndu mér að þekkja sannleikann þegar ég stend frammi fyrir honum: kenndu mér mikilvægi þess að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum mér, svo ég geti af einlægni sagt, “Ég hafði rangt fyrir mér” ásamt “fyrirgefðu.” Kenndu mér að það sé eitthvað til sem heiti “heilbrigt sjálfsálit”, sem krefst þess ekki að ég bregðist á ýktan hátt við mínum tilfinningum. Megi ég – hægt og bítandi – færast nær æskilegu jafnvægi, svo ég þurfi ekki að grípa til gömlu haldreipanna – ósanninda og fíknar.

Minnispunktur dagsins
Að halda jafnvægi.