Hugleiðing dagsins
Við erum vanmáttug gagnvart fjárhættuspilum; sú viðurkenning kom okkur inn í GA samtökin, þar sem okkur lærðist í gegnum óskilyrta uppgjöf, að það felst sigur í því að gefast upp. Í 12. spors vinnu lærum við að við eruk ekki einungis vanmáttug gagnvart okkar eigin fíkn heldur líka gagnvart fíkn annarra. Við getum ekki, með viljann einan að vopni, haldið öðrum spilafíklum frá fjárhættuspilum, ekkert frekar en við getum hindrað sólina að setjast með viljastyrk. Við getum hlúð að líkamlegum eða tilfinningalegum þörfum annarrar manneskju; við getum deilt með viðkomandi, grátið með honum og tekið hann með okkur á fundi. Það sem við getum ekki er að teygja okkur inn í huga hans og ýtt á einhvern galdrahnapp sem fær hann eða hana til þess að stíga þetta mjög svo mikilvæga Fyrsta Spor.

Reyni ég stundum að leika Guð?

Bæn dagsins
Megi ég skilja þessa mjög svo mennsku þörf fyrir að stjórna, að ráða, að vera sá sem veit allt best – meira að segja í auðmýkjandi málefni eins og minni eign fíkn. megi ég sjá hversu auðvelt það er að verða Tólfta Spors stórlax. megi ég líka sjá að sama hversu kært mér er um eða fús til að hjálpa, þá get ég ekki haft stjórn á fíkn annarrar manneskju – ekkert frekar en að önnur manneskja getur haft stjórn á minni fíkn.

Minnispunktur dagsins
Ég get ekki stjórnað bata annarra.