Hugleiðing dagsins
Nú, þegar ég notfæri mér stafina H-O-F sem GA félagar hafa bent mér á – Heiðarleika, Opinn hug, Fúsleika – þá sé ég hlutina í nýju ljósi. Ég hefði ekki getað spáð fyrir um né búist við hversu sýn mín á lífið hefur breyst. Ég er farinn að sjá hluti á allt annan veg heldur en ég gerði áður en ég kom í GA. Mér líður vel flesta daga, sjaldan illa og þá í stutta stund í einu. Og svo sannarlega ekki eins illa og mér leið alla jafna hér áður fyrr.

Er minn versti dagur nú óendanlega betri en minn besti dagur áður en ég kom í GA?

Bæn dagsins
Megi ég muna eftir því í dag að segja “þakka þér” við minn Æðri Mátt, við vini mína í GA og við allan þann fjölda sem er í GA félagsskapnum, fyrir að koma mér fyrir sjónir að hlutirnir batna. Ég þakka einnig fyrir orðtökin, frasana og slagorðin sem hafa oftar en ekki poppað upp í huga mér á hárréttu augnabliki. Einmitt þegar ég þurfti á þeim að halda til þess að skerpa á tilgangi mínum, styrkja þolinmæði mína og minna mig á Guð.

Minnispunktur dagsins
Hvernig það var.