Hugleiðing dagsins
Þegar ég skoða vandlega þá galla mína sem ég er ófús að láta af, þá sé ég að ég ætti að þurrka út þær ósveigjanlegu línur sem ég hef dregið. Ég gæti þá, hugsanlega í sumum tilvikum sagt, “jæja, þennan ætla ég ekki að losa mig við alveg strax.” Það sem við ættum aldrei að segja eða hugsa varðandi galla okkar er: “Þennan ætla ég aldrei að losa mig við.” Um leið og við notum orðin nei eða aldrei þá lokum við á náð okkar Æðri Máttar. Slíkur uppreisnarhugur, eins og við höfum margoft séð hann birtast í frásögnum annarra, getur reynst lífshættulegur. Við ættum, í staðinn, að varpa fyrir róða takmörkuðum markmiðum og byrja að fylgja vilja Guðs.

Er mér að lærast að aldrei að segja aldrei?

Bæn dagsins
Megi Guð fjarlægja hverja þá hindrun uppreisnargirni minnar, sem fær mig til að þrást við að breyta óæskilegum eiginleikum mínum. Í skugga ranghugmynda og sjálfsblekkingar, um á ég sé “einstakur” og “sérstakur” og á einhvern hátt laus við afleiðingar gjörða minna, fer ég að viðurkenna fyrir Guði að ég hafi boðið náttúrulegum lögmálum heilbrigðis og geðheilsu birginn, sem og guðlegum lögum mannlegrar góðmennsku. Megi Guð þurrka upp þá andstöðu og óvirðingu, sem eru einkennandi varnarviðbrögð þess sjúkdóms sem ég er með.

Minnispunktur dagsins
Andstaða er afsprengi ranghugmynda.