Hugleiðing dagsins
Bæn getur veitt margvíslega umbun. Ein sú mesta er sú tilfinning að finnast ég tilheyra. Ég lifi ekki lengur eins og ókunnugur í ókunnugu landi, utanaðkomandi í fjandsamlegu umhverfi. Ég er ekki lengur tíndur, óttasleginn og tilgangslaus. Ég tilheyri. Í GA samtökunum áttum við okkur á að á þeirri stundu sem við sjáum vilja Guðs bregða fyrir – á þeirri stundu sem við byrjum að sjá sannleika, réttlæti og kærleika sem hin raunverulegu og eilífu gildi í lifinu – þá erum við ekki lengur svo viðkvæm fyrir því sem virðist vera sönnun fyrir hinu gagnstæða í umhverfi okkar.

Trúi ég því að Guð vaki yfir mér af kærleika?

Bæn dagsins
Megi ég vera þakklátur fyrir huggunina og friðinn sem fylgir því að finnast ég tilheyra – Guði hinu alvitra “foreldri” og fjölskyldu Hans á Jörðu. Megi ég ekki þurfa límmiða á stuðarann eða hávaðasaman félagsskap til þess að gefa mér sjálfsmynd. Ég er Guðs, í gegnum bænina.

Minnispunktur dagsins
Ég finn mína sjálfsmynd með hjálp bænarinnar.