Hugleiðing dagsins
Við höfum svo miklu meiri stjórn á hugsunum okkar eftir að við hættum að spila og urðum frjáls. En umfram allt annað þá erum við fær um að breyta viðhorfi okkar. Sumir félagar í GA sjá stafina GA sem ensku orðin “Great Attitude” eða frábært viðhorf. Á meðan við vorum virk þá drógum við úr allri jákvæðni eða bjartsýni með orðunum “Já, en…..” Í dag hefur mér lærst að útiloka svona neikvæðni úr orðaforða mínum.

Vinn ég í því að breyta viðhorfi mínu? Er ég staðráðinn í því að draga fram hið jákvæða?

Bæn dagsins
Megi ég finna lækninguna og styrkinn sem felst í því að hafa guð með sér. Megi mér auðnast að fylgja andlegri leiðsögn GA prógramsins, íhuga skrefin, vinna skrefin – eitt í einu – og vinna þau síðan aftur og aftur. Í þessu felst bati minn.

Minnispunktur dagsins
Að vinna að minnsta kosti eitt spor.