Hugleiðing dagsins
Við losnum við kvíðann, þegar við leyfum okkar Æðri Mætti að taka stjórnina án nokkurra skilyrða af okkar hálfu. Þó svo að við séum ekki kvíðin út af einhverri manneskju eða aðstæðum þýðir það ekki að við séum áhugalaus. Þvert á móti. Við getum verið áhugasöm og umhyggjusöm án þess að vera kvíðin eða óttaslegin. Sá sem er í jafnvægi, rólegur og hefur trú hefur eitthvað fram að færa í öllum aðstæðum. Viðkomandi hefur getuna til þess að gera það sem er nauðsynlegt og hjálplegt.

Átta ég mig á því hversu betur ég er undirbúinn til þess að framkvæma á skynsaman og kærleiksríkan hátt, ef ég útiloka kvíðahugsun og er með vitneskju um að guð er við stjórnvölinn?

Bæn dagsins
Ég bið þess að ég megi losna við kvíðann, sem ég hef lagt að jöfnu við umhyggju fyrir öðrum. Megi ég átta mig á að kvíði er ekki einhver flík sem hægt er að klæða sig í og úr. Megi ég gera mér grein fyrir því að ég verð að hafa æðruleysi og sannfæringu um að guð geti staðið sig betur en ég – og þá mun draga úr kvíðanum.

Minnispunktur dagsins
Kvíði hefur aldrei leyst nokkurn skapaðan hlut.