Hugleiðing dagsins
Einhver sagði eitt sinn að það skipti meira máli hvert hugurinn stefndi heldur en hvernig honum miðaði áfram. Ef ég stefni í rétta átt þá er öruggt að ég mun taka framförum. Fyrst, þegar við komum í GA, þá vorum við að þiggja eitthvað fyrir okkur sjálf, en við áttuðum okkur fljótlega á því að við fengum mest út úr því að hjálpa öðrum. Ef hugur minn stefnir að því að gefa frekar en að þiggja, þá mun ég uppskera langt umfram eigin væntingar. Þeim mun meira sem ég gef af sjálfum mér og þeim mun örlátari sem ég er á að opna hjarta mitt og huga fyrir öðrum, þeim mun meiri verður vöxtur minn og framfarir.

Er mér að lærast að leggja ekki mælikvarða á það sem ég þigg og það sem ég gef, skynjandi þess í stað að það að gefa af sér eru verðlaun í sjálfu sér.?

Bæn dagsins
Megi ég ekki missa sjónar á þeim máttarstöpli prógramsins; að hjálpa mér sjálfum með því að hjálpa öðrum og öðlast þannig edrúmennsku frá fjárhættuspilum. Megi ég upplifa það undur sem felst í því að gefa og þiggja og gefa á ný. Megi mér vera annt um frelsi annarra frá fjárhættuspilum, og megi ég vita að þeim er og annt um mitt frelsi. Þetta eru einföld – og falleg – skipti.

Minnispunktur dagsins
Gefa og þiggja og gefa aftur.