Hugleiðing dagsins
La Rouchefoucauld (stundum kallaður meistari kjarnyrðanna) ritaði: “Það er ekki víst að manneskja þekki hjarta sitt þó hún þekki hug sinn.” GA prógramið er ómetanlegt fyrir þau okkar sem erum í bata, viljum þekkja okkur sjálf og höfum það hugrekki sem þarf til til þess að sækjast eftir framförum fyrir tilstuðlan sjálfsskoðunar og sjálfsbætingar. Ef ég held mig við að vera heiðarlegur, með opinn huga og viljugur þá mun GA prógramið hjálpa mér að losa mig við sjálfsblekkinguna, viðhorfið og brestina, sem hindruðu mig svo lengi í því að verða að þeirri manneskju sem mig dreymdi alltaf um.

Reyni ég að hjálp öðrum að skilja batastefnu Tólf Spora GA? Sýni ég með fordæmi mátt þeirra??

Bæn dagsins
Ég bið um blessun guðs til handa GA félagsskapnum, sem hefur sýnt mér svo margt varðandi sjálfan mig, sem ég var ekki tilbúinn til þess að horfast í augu við einn míns liðs. Megi ég hafa það hugrekki sem þarf til þess að vera bent á eigin galla og bresti sem og að benda öðrum á það sama, ekki bara til þess að vera heiðarlegur heiðarleikans vegna – sem gæti þó verið næg ástæða – heldur til þess að leyfa sjálfum mér og öðrum í félagsskapnum að vaxa fyrir tilstuðlan sjálfs-þekkingar.

Minnispunktur dagsins
Við speglum hvert annað.