Hugleiðing dagsins
Teilhard de Chardin (franskur heimspekingur) orðaði eftirfarandi; “Við erum ekki mennskar verur með andlega tilveru. Við erum andlegar verur með mennska tilveru.” Þó svo að við viðurkennum, fræðilega séð, að við seúm andlegar verur, þá þurfa flestir spilafíklar að upplifa einhvers konar andlega vakningu áður en þeir eru tilbúnir til þess að láta vilja sinn og líf í hendur Æðri Mætti. Þá fyrst getum við sagt að við séum andlegar verur. Fyrir sum okkar er um að ræða fyrsta skiptið á ævi okkar sem við verðum fyrir andlegri vakningu. En sama hve andlega sinnuð við vorum áður, þá er það svo að þegar við upplifum andlega vakningu þá verður það ástand sem við sækjumst eftir.

Er ég þakklátur fyrir “vakninguna” sem hefur komið mér í samband við minn Æðri Mátt – og minn andlega kjarna?

Bæn dagsins
Megi ég ekki gleyma því hve sýn minni á lífið, sjálfan mig, vini, ástvini og guð hafði hrakað áður en ég kom í GA. Megi ég gera hvað sem til þarf til þess að koma í veg fyrir að andlegt ástand mitt hrynji. Megi ég vaxa á andlega sviðinu – einn dag í einu.

Minnispunktur dagsins
Lát hið andlega leiða hið mannlega.