Hugleiðing dagsins
Þegar ég kom fyrst í GA þá hélt ég að auðmýkt væri annað orð yfir veikleika. En smám saman lærðist mér að það er ekkert ósamræmi á milli auðmýktar og skynsemi, svo fremi að ég setji auðmýkt í fyrsta sæti. Mér var tjáð að um leið og ég byrji að temja mér að gera einmitt það, að setja aumýkt í fyrsta sæti, þá muni ég fá verðlaun sem fælust í trú – trú sem myndi virka fyrir mig á sama hátt og hún hefur gert og mun halda áfram að gera, fyrir fjöldann allan af óvirkum spilafíklum sem hafa fundið bata frá spilafíkn og fundið nýtt líf í GA prógraminu.

Er ég byrjaður að trúa, eins og Heine komst að orði, að “Gjörðir mannanna eru eins og efnisyfirlit í bók, þær benda á það sem er markverðast”?

Bæn dagsins
Megi ég aldrei nota vitsmuni mína sem afsökun fyrir því að sýna ekki auðmýkt. Það er svo auðvelt, ef ég álít sjálfan mig vera þokkalega skynsaman og færan um að taka ákvarðanir og hafa stjórn á eigin lífi, að líta niður á auðmýkt sem eitthvað sem lýsi þeim sem eru ekki eins skynsamir og ég. Megi ég muna að auðmýkt og skynsemi eru hvoru tveggja gjöf frá guði.

Minnispunktur dagsins
Hafi ég enga auðmýkt, þá hef ég enga skynsemi.