Hugleiðing dagsins
Skáld nokkur sagði eitt sinn; Maðurinn kynnist sjálfum sér með hjálp mótlætis. Þetta á við um mig og jafnvel líka þegar um ímyndað mótlæti er að ræða. Ef ég, til dæmis, ímynda mér að önnur manneskja muni bregðast við á ákveðinn hátt í tilteknum aðstæðum – og viðkomandi bregst svo við á annan hátt – þá á ég tæplegast rétt á því að verða vonsvikinn eða reiður. Þrátt fyrir það þá finn ég einstaka sinnum fyrir vonbrigðum þegar fólk bregst ekki við eins og ég held að það ætti að gera. Svona ímyndað – eða réttara sagt sjálfskapað – mótlæti sýnir mér hinn gamla mig, þann sem vildi stjórna allt og öllu í kringum sig.

Er ekki kominn tími fyrir mig að hætta að búast við og fara að sætta mig við.

Bæn dagsins
Megi ég hætta að setja orð í munn fólks, forrita – í eigin huga – þau til þess að bregðast við eins og ég reikna með að þau eigi að gera. Slíkar væntingar brugðust mér áður; ég vænti óskilyrtrar ástar og verndar frá mínum nánustu, fullkomnunar frá sjálfum mér, fullrar athygli frá kunningjum. Og á neikvæðum nótum þá bjóst ég við að mér myndi mistakast og höfnun frá öðrum. Megi ég hætta að fá að láni vandræði – eða sigra – frá framtíðinni.

Minnispunktur dagsins
Sátt. Ekki væntingar.