Hugleiðing dagsins
Á meðan ég held þrjóskulega í þá sannfæringu að mér nægi að lifa samkvæmt eigin greind og eigin styrk þá er virk trú á minn Æðri Mátt útilokuð. Þetta er sannleikurinn, sama hve heitt ég trúi á tilvist guðs. Trú mín á hið andlega – sama hve einlæg hún er – mun ætíð vera andvana ef ég held áfram að leika guð. Það sem þetta þýðir er að á meðan við setjum traust á okkur sjálf í fyrsta sætið, þá er raunverulegt traust á Æðri Mátt ekki inni í myndinni.

Hve sterk er löngun mín til þess að framkvæma vilja guðs?

Bæn dagsins
Ég bið þess að ég setji ekki traust á sjálfan mig ofar trausti á guð. Megi ég vita að það skapast enginn árekstur af því að taka ábyrgð á eigin gjörðum, sem mér hefur verið kennt að sé kjarninn í því að þroskast, og því að leita til guðs um leiðsögn. Megi ég muna að ef ég held mig við “að gera það sjálfur” regluna, þá er það svipað og að neita að þiggja leiðsögn þegar maður er áttavilltur – og ráfa endalaust um villtur og týndur.

Minnispunktur dagsins
Þroski er að vita hvar hjálpar er að vænta.