Hugleiðing dagsins
Sumt fólk er svo miklir kvíðasjúklingar að þeim líður illa ef þau hafa ekki eitthvað til þess að hafa áhyggjur af. Nýliðinn á það til dæmis til að hugsa með sér “Þetta er of gott til að endast.” Flest okkar hafa nóg af raunverulegum áhyggjum – gömlum skuldum, heilsunni, dauðanum og sköttum, svo eitthvað sé nefnt. GA kennir okkur aftur á móti að það sem virkar best gegn kvíða er traust og tiltrú – ekki á okkur sjálf heldur á okkar Æðri Mátt.

Mun ég halda áfram að trúa því að guð geti og vilji bægja frá ógæfunni sem ég kvíði dag og nótt? Mun ég trúa því að ef ógæfan dynur yfir þá muni guð gera mér kleift að komast í gegnum hana?

Bæn dagsins
Megi ég gera mér grein fyrir því að það muni taka meira heldur en bara tíma að vinna bug á kvíðavananum – kvíða sem sprettur af einhverjum óskilgreindum ótta. Líkt og margir aðrir, þá hef ég lifað með kvíða og áhyggjum svo lengi að það hefur orðið fastur hluti af lífi mínu. Megi minn Æðri Máttur kenna mér að það að gera kvíðann að félaga mínum er eyðsla á orku og dregur úr getu minni.

Minnispunktur dagsins
Losum okkur við kvíðavanann.