Hugleiðing dagsins
Hvert og eitt okkar, sem erum í GA prógraminu, getum á okkar hátt og á okkar hraða upplifað andlega vakningu. Með henni kemur hin djúpstæða vitneskja um það að við séum ekki lengur ein og án hjálpar. Að auki kemur hin djúpstæða meðvitund um að við séum búin að læra ákveðin sannindi sem við getum fært öðrum, svo þau geti hugsanlega líka fengið hjálp.

Held ég sjálfum mér stöðugt reiðubúnum fyrir þá andlegu vakningu sem kemur óhjákvæmilega ef ég vinn Sporin?

Bæn dagsins
Megi ég vera stöðugur og ekki vænta þess að hin nýfundna andlega hlið mín muni skyndilega og óvænt vekja hjá mér vitund um Æðri Mátt. Megi sú vitund vakna svo hægt og hljótt að ég verði ekki var við nákvæmlega hvenær hún kom til. Vísbending um vitund mína um Æðri Mátt getur falist í löngun minni til þess að vinna Tólfta Sporið. Megi ég þá gera mér grein fyrir því að ég hef meðtekið meginreglur GA prógramsins og hef sannlega reynt að beita þeim í daglegu amstri mínu.

Minnispunktur dagsins
Lifa samkvæmt meginreglunum – og láta þær ganga áfram.