Hugleiðing dagsins
Í rauninni getur ekkert okkar sagst geta skilið sinn Æðri Mátt til fullnustu. En þetta veit ég þó; það er til máttur sem er fremri mínum eigin vilja, sem getur gert yndislega, kærleiksríka hluti fyrir mig. Hluti sem ég get ekki sjálfur. Ég sé þennan dásamlega mátt að verki í sjálfum mér og ég sé þennan sama kraft að verki, á þann hátt að það er kraftaverki líkast, í lífi vina minna, sem eru í bata fyrir tilstuðlan GA prógramsins.

Þarfnast ég nokkuð síður náðar guðs og kærleiksríks skilnings hans nú heldur en þegar ég var nýliði?

Bæn dagsins
Megi ég aldrei gleyma þvi að andlega þörf mín er jafn mikil nú og þegar ég var nýliði í GA. Það er svo auðvelt að falla í þá gryfju að sjá nýliðana sem þá GA félaga sem séu þurfandi. Megi ég aldrei horfa fram hjá því, eftir því sem ég sé sjálfstæði mitt aukast, að það verður alltaf þörf fyrir Æðri Mátt í mínu lifi.

Minnispunktur dagsins
Ég mun aldrei vaxa upp úr þörf minni fyrir guð.