Hugleiðing dagsins
Eitt af því sem heldur mér við efnið í dag er hollustan við aðra GA félaga, sama hvar þeir kunna að vera. Við treystum á hvern annan. Ég veit, til að mynda, að ég væri að bregðast þeim ef ég færi aftur að taka þátt í fjárhættuspili. Þegar ég gekk í GA þá fann ég hóp fólks sem hjálpaði hvert öðru við að halda sig frá fjárhættuspili og sýndi hvert öðru hollustu með því að vera sjálft spilalaust.

Er ég trúr minni heimadeild og vinum í GA?

Bæn dagsins
Ég þakka guði fyrir hollystu og félagsskap GA samtakanna og þá gagnkvæmu skuldbindingu sem tengir okkur tryggðarböndum. Megi ég gefa til baka til félaganna í sama mæli og ég hef þegið. Ég hef svo lengi verið sá sem þáði og tók og í þau fáu skipti sem ég gaf af mér þá var það ætíð vegna þess að ég vildi fá eitthvað í staðinn, eins og viðurkenningu, ást eða greiða. Megi ég kynnast þeirri gleði sem felst í því að gefa af sér án þess að vænta nokkurs í staðinn.

Minnispunktur dagsins
Fullkomin er sú gjöf sem væntir einskis í staðinn.