Hugleiðing dagsins
Það kemur fyrir að þeirri hugsun lýstur niður í huga mér að hlutirnir hafi nú kannski ekki verið svo alslæmir. Á slíkum stundum bregð ég á það ráð að neyða sjálfan mig til þess að viðurkenna að það er sjúkdómurinn sem er að tala, ekki ég. Hann er að reyna að fá mig til þess að afneyta því að ég sé í raun haldinn ólæknandi sjúkdómi. Einn af megin þáttunum í GA prógraminu er að viðurkenna vanmátt sinn gagnvart sjúkdómnum og fela hann guði, eins og við skiljum hann.

Trúi ég því að náð guðs geti gert það fyrir mig sem ég gat ekki einsamall?

Bæn dagsins
Megi ég vita að mjög margt í lífi okkar ræðst af trú. Okkur er fyrirmunað að þekkja mörk tíma og rúms – eða að útskýra leyndarmál lífs og dauða. En þegar við sjáum verk guðs á sjálfum okkur og öðrum, sem hafa fundið nýtt líf fyrir tilstuðlan GA prógramsins, þá er það í okkar huga næg sönnun fyrir tilvist guðs.

Minnispunktur dagsins
Hjól lífsins er knúið áfram af trú.