Hugleiðing dagsins
Ef forfallinn spilafíkill vill öðlast farsælt líf þá verður sá hinn sami að skipta út þeim mætti sem spilafíknin hafði yfir honum fyrir annarskonar mátt – helst jákvæðan, að minnsta kosti hlutlausan en alls ekki neikvæðan. Því segjum við við nýliðann sem er fullur efasemda; Ef þú getur ekki trúað á Guð, finndu þá einhvern annan mátt sem er sterkari en fíknin og gefðu þessum mætti allt það vald og traust sem þú áður gafst fíkninni. Í GA getur hver og einn fundið sér sinn æðri mátt og notað undirstöðuatriði prógramsins og hópmeðferð fundanna sem hjálp við að endurbyggja líf sitt.

Ætla ég að leggja lykkju á leið mína til þess að hjálpa nýliðum?

Bæn dagsins
Megi máttur GA prógramsins vinna sitt kraftaverk, hvort heldur þeir trúa á sinn persónulega guð eða á alheimsmáttinn eða á GA deildina sína og eins fyrir þá sem skilgreina sinn eiginn mátt, trúarlegan eður ei. Ef nýliðinanum finnst of mikil áhersla á trúna í GA prógraminu,megi ég þá bjóða hann velkominn á hans eigin aldlegu forsendum. Megi ég átta mig á að við erum öll andlegar verur.

Minnispunktur dagsins
Skilgreinum okkar eigin æðri mátt.